fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Eva fær 44 milljarða í bætur eftir að hafa notað barnapúður frá Johnson & Johnson

Notaði púðrið svo áratugum skiptir – Greindist með krabbamein árið 2007

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Los Angeles hefur úrskurðað að bandaríska fyrirtækið Johnson & Johnson þurfi að greiða konu, Eva Echevarria að nafni, 417 milljónir Bandaríkjadala, 44,2 milljarða króna í bætur, vegna krabbameins sem hún greindist með.

Eva stefndi fyrirtækinu eftir að hafa greinst með krabbamein í eggjastokkum, en í stefnunni kom fram að talkúm í barnapúðri frá fyrirtækinu hefði valdið meininu. Eva hafði notað púðrið daglega frá því á sjötta áratug liðinnar aldar og allt til ársins 2016. Í stefnunni kom fram að fyrirtækið hefði ekki varað viðskiptavini sína við því að efnið gæti verið krabbameinsvaldandi.

Fjölmargir hafa stefnt fyrirtækinu vegna sambærilegra atvika, en bæturnar sem dómstóllinn í Los Angeles úrskurðaði eru þær hæstu sem dæmdar hafa verið. Eva greindist með krabbamein árið 2007 og dvelur nú á sjúkrahúsi þar sem hún er í meðferð.

„Eva er að dauðvona vegna krabbameinsins og hefur sagt að það eina sem hún vilji gera sé að hjálpa öðrum konum sem eru með krabbamein eftir að hafa notað vörur Johnson & Johnson,“ segir lögmaður Evu, Mark Robinson.

Talsmaður Johnson & Johnson, Carol Goodrich, segir að fyrirtækið muni áfrýja dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum