fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Karen hálsbrotnaði – Deilir reynslu sinni: „Þetta var eins og í lygasögu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 18:00

Karen Axelsdóttir - Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afreksíþróttakonan Karen Axelsdóttir varð fyrir hræðilegri reynslu fyrir sex árum er hún hálsbrotnaði í hjólreiðaslysi. Eftir fjögurra ára baráttu við að endurheimta heilsu sína ákvað hún að taka líf sitt föstum tökum.

Um þetta er fjallað á vef RÚV en í kvöld kl. 22:20 sýnir Sjónvarpið viðtal Sigmars Guðmundssonar við Karen, í þættinum Okkar á milli.

Í þættinum kemur meðal annars fram að ekki aðeins tókst Karen að endurheimta heilsu sína svo vel að hún gat farið að keppa á ný í hjólreiðum heldur hefur hún hvað eftir annað komist á verðlaunapall.

Í nýrri Facebook-færslu um þáttinn og Karen skrifar Sigmar:

Karen Axelsdóttir er magnaður karakter. Afrekskona í iþróttum sem hálsbrotnaði í hjólreiðum fyrir fáeinum árum. Hún var heppin að lamast ekki en gat varla haldið haus í orðins fyllstu merkingu í fjögur ár og þurfti mikla aðstoð í daglegu lífi. Flestir hefðu afskrifað frekari íþróttaþáttöku eftir þessi ósköp, en Karen er ekki þeirrar gerðar. Með því að tileinka sér hugarfar afreksíþróttamannsins í bataferlinu náði hún ótrúlegum árangri. Síðasta sumar vann hún allar helstu hjólreiðakeppnir landsins og varð meðal annars bikarmeistari í götuhjólreiðum, bikarmeistari í fjallahjólreiðum, íslandsmeistari í maraþonhjólreiðum og sigurvegari í Blálónsþrautinni. Að hlusta á hana lýsa þessu ferli er bæði innspírerandi og fallegt. Karen er fyrsti gestur minn í nýjum viðtalsþætti sem verður framvegis á dagskrá eftir fréttir klukkan tíu á RÚV.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni