fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Chris Brown tjáir sig í fyrsta skipti um kvöldið sem hann réðst á Rihönnu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta ár eru liðin frá því að Chris Brown réðst á stórsöngkonuna Rihönnu en þau voru þá í sambandi. Líkamsárásin átti sér stað þegar parið var á leiðinni úr fyrirpartý fyrir Grammy verðlaunin. Fréttir af árásinni voru á allra vörum á sínum tíma og ljósmyndir sem voru teknar af lögreglunni voru seldar til slúðurmiðla.

ihanna og Chris Brown, kvöldið sem hann réðst á hana – Mynd: Getty

Chris Brown hefur nú tjáð sig um atvikið í fyrsta skipti en hann gerir það í nýju heimildarmyndinni sinni Chris Brown: Welcome to My Life. Rihanna tjáði sig fyrst opinberlega um málið í ágúst 2012 í spjall þætti Opruh Winfrey.

Chris segir að vandamál í sambandinu hafi byrjað þegar hann viðurkenndi að hann hafi haldið fram hjá Rihönnu með konu sem vann hjá honum. Þau svik höfðu slæm áhrif á sambandið eins og við er að búast en Rihanna treysti honum ekki lengur eftir atvikið.

„Hún hataði mig. Eftir þetta þá reyndi ég allt. Henni var alveg sama, hún treysti mér ekki lengur. Eftir þetta fór allt á niðurleið því við rifumst mikið. Við rifumst og slógumst,“

segir Chris.

„Ég elska enn þá Rihönnu, en ég ætla bara að vera hreinskilinn – við slógumst, hún sló mig og ég sló hana, en það var aldrei í lagi.“

Chris segir frá atvikinu alræmda sem átti sér stað Grammy verðlaunakvöldið, þegar hann réðst á Rihönnu og beitti hana alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Hann segir að konan sem hann hafði haldið fram hjá með hafi einnig verið í partýinu og komið upp að stjörnuparinu til að heilsa. Rihanna hafi ekki verið sátt með það og fór að gráta að hans sögn. Þau rifust í bílnum á leiðinni heim og Chris réðst á hana.

„Ég man hún reyndi að sparka í mig … en svo virkilega kýldi ég hana. Með krepptum hnefa, ég kýldi hana og sprengdi vörina hennar. Og þegar ég sá það var ég í áfalli, ég var alveg fokk af hverju kýldi ég hana svona?“

Hann bætir því við að hann reiðst enn meira eftir að Rihanna skyrpti blóði í andlitið hans og reyndi að ná símanum af honum. Hann vildi alls ekki að hún kastaði símanum sínum út um gluggann. Það er hins vegar óvíst hvort að Rihanna hafi ætlað að henda símanum út um gluggann, það gæti vel verið að hún hafi ætlað að hringja á hjálp þar sem hann var að ráðast á hana. Chris Brown segir svo að í lokin hafi honum liðið „eins og fokking skrímsli.“ Það er einnig athyglisvert að benda á orðaval hans þegar hann segir „af hverju kýldi ég hana svona,“ er hann þá að meina að það hefði verið í lagi ef hann hefði kýlt eða slegið hana öðruvísi?

Rihanna og Chris Brown árið 2013, fjórum árum eftir líkamsárásina – Mynd: Getty

Chris og Rihanna byrjuðu aftur saman 2013 en sambandinu lauk fljótlega. Ofbeldishegðun Chris i garð Rihönnu er ekki einsdæmi en í febrúar á þessu ári setti dómari nálgunarbann á Chris Brown svo hann mætti ekki koma nálægt Karrueche Tran, fyrrverandi kærustu sinni. Karrueche sagði að Chris hafi beitt sig ofbeldi, slegið sig og hrint sér niður stiga á meðan sambandi þeirra stóð. Í fyrstu vildu hún ekki leita til lögreglu en eftir að Chris byrjaði að hóta lífi hennar og senda henni skilaboð óskaði hún eftir nálgunarbanni.

Chris Brown og Karrueche Tran árið 2015
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.