fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Tinder spjall í 3 ár, en hafa aldrei hist

Eru stundum nokkra mánuði að svara

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júlí 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru Michelle Arendas og Josh Avsec. Þau fengu „match“ á Tinder árið 2014, en hafa ennþá ekki hist. Og þau virðast vera hrikalega upptekin, þar sem það tekur þau allt að tvo mánuði að svara hvort öðru. Kannski eru þau of upptekin til að geta átt maka yfirhöfuð?

Þau okkar sem eru á eða hafa prófað Tinder vita út á hvað dæmið á að ganga:
Ef þú sópar til hægri og færð „match“ við einhvern einstakling, þá er tvennt í stöðunni: henda viðkomandi út eða spjalla og hittast. Ef af hittingi verður þá er þetta í versta falli ein leiðinleg kvöldstund, í besta falli eitthvað meira og dæmi eru um pör, jafnvel hjónabönd sem byrjuðu með „match“ á Tinder.

Raunin er hinsvegar oftast sú að skilaboðum er svarað seint, illa eða jafnvel aldrei. En svo eru til einstaka tilvik eins og Michelle og Josh, sem hafa haldið uppi samskiptum í þrjú ár á Tinder, en aldrei hist.

Josh sendi Michelle skilaboð fyrst 20. september 2014 og það tók hana meira en tvo mánuði að hlaða símann og svara. Sem Josh gerir grín að og segist yfirleitt vera fimm mánuði að finna hleðslutækið. Þannig að hann auðvitað „hefndi“ sín og var tvo mánuði að svara næst. Og svona hefur þetta gengið koll af kolli í næstum þrjú ár.

Eftir að Josh deildi myndum af spjalli þeirra inn á Twitter, tók samfélagið þar við og lagði til að þau myndu hittast sem fyrst og þetta væri klárlega samband sem væri ætlað að vera, það er ef að þau myndu láta verða af því að hittast.

Að lokum fór svo að einhver hjá Tinder varð líka leiður á biðinni og lagði til að þau myndu hittast. Það fór meira að segja svo að Tinder bauð þeim ferð til Maui, með því skilyrði að það myndi ekki taka þau tvö ár að pakka. Það verður fróðlegt að heyra hvernig þetta mun fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“