fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Greinir frá deilum sínum við Mourinho: „Stundum þarf ég að segja nei“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United hefur greint frá því að hann hafi þurft að hafna beiðni Jose Mourinho um að kaupa leikmenn til félagsins. Hann vilji oftast styðja stjórann sinn en þarna var það ekki í boði.

Woodward gerði þetta sumarið 2018 sem var upphafið að endalokum Mourinho. Stjórinn vildi kaupa miðvörð en fékk það ekki, félagið taldi sig hafa verslað nóg í þá stöðu fyrir hann.

,,Það er rétt að við vorum ekki alltaf á sama máli, það voru einn eða tveir leikmenn sem Mourinho vildi fá en teymið sem skoðar leikmennina vildi ekki,“ sagði Woowdard.

Um er að ræða Toby Alderweireld, Jerome Boateng og Diego Godin en Mourinho var til í allt, hann vildi bara fá varnarmann.

,,Ég verð stundum að segja nei, það er aldrei gaman. Okkar hugsun er alltafa að styðja við stjórann, alltaf. Stundum þurfum við að hlusta á sérfræðinga okkar á markaðnum líka.“

Mourinho var rekinn nokkrum mánuðum síðar en var í síðustu viku ráðinn stjóri Tottenham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Richarlison í fyrstu umferðinni

Sjáðu frábært mark Richarlison í fyrstu umferðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Haaland með tvennu í fyrsta leiknum

England: Haaland með tvennu í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur
433Sport
Í gær

Leikmaður City nú orðaður við Forest

Leikmaður City nú orðaður við Forest
433Sport
Í gær

Blanda sér óvænt í baráttuna um Hojlund

Blanda sér óvænt í baráttuna um Hojlund
433Sport
Í gær

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“