fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Guðfinna um mál Elvars: Dónaskapur og vanvirðing Fangelsismálastofnunar

Nauðgari sem fær 5 og hálfs árs dóm farinn að rúnta um bæinn og á Tinder

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. júlí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hef enga trú á að því að nokkrum manni finnist eðlilegt að nauðgari sem fær 5 og hálfs árs dóm sé farinn að rúnta um bæinn og á Tinder hálfu ári eftir að hann var dæmdur,“ segir borgarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sinni í morgun. Segir hún að Fangelsismálastofnun misbjóði réttarvitund fólks með ákvörðun sinni í máli Elvars Miles.

DV hefur undanfarið fjallað ítarlega um mál Elvars Miles en hann er nú laus úr fangelsi og er kominn í opið úrræði hjá Vernd í Laugardal aðeins hálfu ári eftir að hann hlaut 5 og hálfs árs dóm fyrir tvær hrottalegar nauðganir. Margir telja hættu á að Elvar nauðgi aftur og þolendum hans er misboðið með þessari ákvörðun Fangelsismálastofnunar.

Guðfinna Jóhanna er borgarfulltrúi hjá Framsókn og Flugvallarvinum en fyrir tveimur árum steig hún fram og ræddi um kynferðisofbeldi sem hún var beitt sem barn. Fyrir skömmu minntist hún þeirrar ákvörðunar og fjallaði Eyjan um það.

Guðfinna telur að mál Elvars gefi tilefni til að breyta lögum um Fangelsismálastofnun. Hún skrifar:
„Ef lögin eru þannig að Fangelsismálastofnun getur misboðið réttarvitund fólks með ákvörðunum sínum þá þarf að breyta lögunum.“

Í umræðum undir færslunni skrifar Guðfinna enn fremur:
„Ég er að tala um dónaskap og vanvirðingu Fangelsismálastofnunar og hvernig henni tókst að henda okkur aftur um áratugi í nauðgunarmálum með þessari ákvörðun sinni sem væntanlega hefur áhrif á að brotaþolar munu ekki kæra miðað við þessa framkomu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun