fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Uppboð haldið til styrktar þriggja ára stúlku sem berst fyrir lífi sínu – Ronju er haldið sofandi í öndunarvél

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. október 2019 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltahetjan Guðjón Valur Sigurðsson hefur fallist á að gefa keppnistreyju af sér í uppboð sem haldið er til styrktar mjög veikri stúlku sem gengst undir erfiða og vandasama meðferð í Noregi. Friðgeir Bergsteinsson, sem meðal annars er þekktur fyrir störf sín fyrir KR og í Tólfunni, stuðningsmannafélagi landsliðsins, fékk þá hugmyndina að uppboðinu og á veg og vanda af framtakinu. Friðgeir hefur áður sinnt góðgerðarmálum af þessu tagi.

Friðgeir segir svo frá þessu í pistli á Facebook:

„Ég ákvað að fara af stað með smá uppboð. Ég hef gert undanfarin ár eitthvað sem tengist góðgerðarstarfssemi og nú liggur hugur minn út fyrir landssteinana til að styrkja góða vini og fjölskyldu í Noregi. Þannig er mál með vexti að ég sá að dóttir vinkonur minnar er alvarlega veik á sjúkrahúsi í Noregi. Sá status á facebook hjá mömmu Ronju, (Ása Birna Ísfjörð) en Ronja er 3 ára og er mjög mikið veik. Ég hafði samband við mömmu hennar, Ásu og spurði hana hvort ég mætti fara af stað með einhverja söfnun fyrir fjölskylduna. Hún gaf mér leyfi. Þar sem báðir foreldrarnir eru frá vinnu og dóttir þeirra svona mikið veik langar mig að hjálpa þeim með smá uppboð af einhverju. Ég hafði samband við Guðjón Val Sigurðsson sem er talinn vera einn besti handboltamaður í heimi. Hann ætlar að gefa mér treyju frá sínu fèlagsliði og hann mun að sjálfsögðu árita treyjuna.“

Ástand Ronju er mjög alvarlegt og sjúkdómur hennar vandasamur og Friðgeir fer yfir það:

„Ég fékk þær upplýsingar að Ronja er með sjúkdóm sem heitir MMA cblb og er efnaskiptasjúkdómur. Hann gerir það að verkum að Ronja hefur ekki nægileg ensím ì frumunum til að brjóta niður prótein i fæðu. Hún er á sondumat sem þarf að gefa henni allan sólarhring á 3 tíma fresti. Ef hún verður veik eða fær of mikið eða of lítið af próteini þá getur amoniak hækkað og getur það lagst á miðtaugakerfið og valdið skemmdum i heila. Á sunnudaginn sl. lenti hún i krísu sem ekki er vitað afhverju það gerðist en gerðist mjög hratt allt saman. Hún var lögð inná sjúkrahús og henni er haldið sofandi í öndunarvél og ekki er vitað akkurat núna með framhaldið. Núna er verið að bíða eftir niðurstöðum úr síðustu blóðprufum og þá verður metið stöðuna. Ekki er hægt að senda hana i sneiðmyndatöku á heila til að athuga með skemmdir á heilanum. En það mun vera gert þegar hún verður laus við öndunarvélina og vita foreldrarnir ekki með framhaldið. Hún er í sinni stærstu krísu frá upphafi og mjög svo alvarlegri, því mjög alvarlega veik. Ása og Bjarni, foreldrar Ronju litlu, líta á björtu hliðarnar og hugsa jákvætt og reyna ad vera sterk fyrir Ronju sína og strákana sína sem búa hjá þeim í Noregi. Þau vita ekki hvenær þau geta byrjað að vinna aftur. Þau taka einn dag í einu og þakka öllum fyrir góðan stuðning.“

 

Bæði er hægt að styðja Ronju og fjölskyldu hennar með því að bjóða í treyjuna en einnig með frjálsum framlögum inn á reikning fjölskyldunnar. Leiðin til að gera hvorttveggja er að hafa samband við Friðgeir. Tengill á Facebook-síðu Friðgeirs er hér fyrir neðan og þar er síðan hægt að senda honum skilaboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“