fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Björk og Sigur Rós meðal þeirra bestu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 28. maí 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álitsgjafar Sunday Times völdu á dögunum eitt hundrað rokk- og poppplötur sem þeir telja að allir hljóti að hafa dálæti á. Á listanum eru vitanlega frægustu listamenn á þessu sviði: Bob Dylan, Bítlarnir, Rolling Stones og Joni Michell, svo örfá nöfn séu nefnd. Ísland á tvo fulltrúa á listanum, Björk og Sigur Rós. Plata Bjarkar, Debut frá árinu 1993, er ein af þeim perlum sem álitsgjafar segja alla eiga að taka ástfóstri við. Platan er sögð gefa þeim sem á hana hlusta tilfinningu fyrir því fullkomna frelsi sem þeir sem standi á fjallstindi finni fyrir. Tónlistin á Ágætis byrjun, plötu Sigur Rósar frá árinu 1999, er sögð draga upp mynd af auðum þjóðvegum Íslands þar sem skyndilega megi koma auga á jökul.

Álitsgjafarnir vilja ekki fullyrða hver sé besta platan í flokki rokk- og popptónlistar en telja að Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band frá 1967 sé þar sigurstranglegust. Hún sé byltingarkennt listaverk og allar hljómsveitir hljóti að taka mið af henni enda hafi hver kynslóðin á fætur annarri fallið fyrir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld