fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fókus

Björk og Sigur Rós meðal þeirra bestu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 28. maí 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álitsgjafar Sunday Times völdu á dögunum eitt hundrað rokk- og poppplötur sem þeir telja að allir hljóti að hafa dálæti á. Á listanum eru vitanlega frægustu listamenn á þessu sviði: Bob Dylan, Bítlarnir, Rolling Stones og Joni Michell, svo örfá nöfn séu nefnd. Ísland á tvo fulltrúa á listanum, Björk og Sigur Rós. Plata Bjarkar, Debut frá árinu 1993, er ein af þeim perlum sem álitsgjafar segja alla eiga að taka ástfóstri við. Platan er sögð gefa þeim sem á hana hlusta tilfinningu fyrir því fullkomna frelsi sem þeir sem standi á fjallstindi finni fyrir. Tónlistin á Ágætis byrjun, plötu Sigur Rósar frá árinu 1999, er sögð draga upp mynd af auðum þjóðvegum Íslands þar sem skyndilega megi koma auga á jökul.

Álitsgjafarnir vilja ekki fullyrða hver sé besta platan í flokki rokk- og popptónlistar en telja að Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band frá 1967 sé þar sigurstranglegust. Hún sé byltingarkennt listaverk og allar hljómsveitir hljóti að taka mið af henni enda hafi hver kynslóðin á fætur annarri fallið fyrir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósætti milli stjörnuvinkvennanna – Sögð hóta að birta einkaskilaboð síðustu 10 ára

Ósætti milli stjörnuvinkvennanna – Sögð hóta að birta einkaskilaboð síðustu 10 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sean Penn kom með kalt svar eftir að Madonna kallaði hann stóru ástina í lífi sínu – Aðdáendur slegnir yfir útliti leikarans

Sean Penn kom með kalt svar eftir að Madonna kallaði hann stóru ástina í lífi sínu – Aðdáendur slegnir yfir útliti leikarans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló