fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Ellen vill ekki sjá Trump

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 10. maí 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan Ellen DeGeneres segist ekki vilja sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í sem gest í hinum vinsæla þætti sínum. Þetta sagði hún nýlega í viðtali á NBC. Þegar hún var spurð hvers vegna svaraði hún: „Vegna þess að ég mun ekki fá hann til að skipta um skoðun. Hann er andstæðingur alls þess sem ég stend fyrir.“ Ellen viðurkenndi að hún þekkti Trump ekki vel þótt hún hefði hitt hann áður en hann varð forseti.

Obama-hjónin sáust nokkrum sinnum í þáttum Ellenar meðan þau voru í Hvíta húsinu. Hillary Clinton var einnig áberandi gestur í þáttunum þegar hún var í kosningabaráttu sinni og þar brá Bernie Sanders einnig fyrir. En Trump verður semsagt ekki boðið. Sennilega stendur honum nákvæmlega á sama og ólíklegt má teljast að hann myndi þiggja slíkt boð frá yfirlýstum andstæðingi sínum.

Í viðtali ræddi gamanleikkonan einnig um þá ákvörðun sína fyrir tuttugu árum að koma út úr skápnum. Hún segist í kjölfarið hafa fengið líflátshótanir og atvinnutilboð hættu að berast. „Í þrjú ár fékk ég ekki vinnu, ég fékk engin tilboð. Ég var að verða blönk og vissi ekki hvort ég ætti nokkurn tíma eftir að vinna á ný.“

Nú eru breyttir tímar, leikkonan er dáð og eftirsótt og kann ekki aura sinna tal. Hún segir að erfiðu tímarnir hafi gert að verkum að hún eigi auðvelt með að hafa samlíðan með öðrum. Hún hafi einnig komist að raun um að hún væri nógu sterk til að byrja upp á nýtt og það hafi verið það stórkostlegasta sem hafi hent hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld