fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Sænska þjóðin harmi slegin: „Ég þekkti þig ekki, en samt falla tár“

Tova Moberg, 19 ára stúlka, fannst látin í nótt

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. maí 2017 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír ungir karlmenn eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að dauða nítján ára sænskrar stúlku, Tovu Moberg, sem fannst látin í nótt. Stúlkunnar hafði verið saknað síðan aðfaranótt sunnudags en í nótt fannst líkið í vatni skammt suður af bænum Hudiksvall sem er um 270 kílómetra norður af Stokkhólmi.

Aftonbladet í Svíþjóð segir að mennirnir hafi þekkt Tovu og fyrir tveimur mánuðum hafi lögregla fengið tilkynningu um að einn þeirra hafi ráðist á hana. Sá mun vera 22 ára gamall og að sögn Aftonbladet höfðu þau tvö átt í sambandi.

Tova fór í gleðskap með vinum á laugardagskvöld en skilaði sér ekki heim. Umfangsmikil leit hófst í kjölfarið og tóku þyrlur meðal annars þátt í henni. Það var svo í nótt að lík hennar fannst og af ummerkjum að dæma hafði henni verið ráðinn bani.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Svíþjóð og skrifaði faðir Tovu hjartnæma færslu á Facebook sem þúsundir Svía hafa deilt og skrifað athugasemdir við. „Lífið þarf að halda áfram en ég veit ekki hvernig. Tova, elsku dóttir okkar, líf þitt var of stutt,“ ritaði hann meðal annars.

Sem fyrr segir hafa þúsundir Svía vottað aðstandendum hennar samúð sína. Að sögn Aftonbladet hafa tíu þúsund Svíar skrifað athugasemdir við færsluna. „Það er ekki hægt að hugsa sér neitt verra en að missa barn,“ skrifaði einn á meðan annar ritaði: „Ég þekkti þig ekki, en samt falla tár.“

Lögregla hefur ekki gefið frekari upplýsingar um málið en mennirnir sem handteknir voru, grunaðir um aðild að dauða Tovu, eru allir á þrítugsaldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“