fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Magnea rekur lúxusbílaleigu í Beverly Hills – Dýrasti bíllinn á 60 milljónir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 26. júlí 2019 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sé ekki eftir neinu. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði haldið áfram að búa á Íslandi. Ég væri örugglega að gera skemmtilega hluti, en ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag,“ segir hin 24 ára gamla Magnea Björg Jónsdóttir. Magnea dýfði sér svo sannarlega í djúpu laugina fyrir fimm árum þegar hún flutti nítján ára gömul til Los Angeles í Bandaríkjunum. Það má segja að Magnea hafi lifað draumalífinu þessi fimm ár, rekið lúxusbílaleigu fyrir fræga fólkið í Los Angeles og kynnst því hvernig er að standa á eigin fótum. Magnea er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, föstudagsþáttarins Fókuss.

Týnd og leið ekki vel

Magnea sleit barnsskónum í Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla og Fjölbraut í Breiðholti og æfði knattspyrnu með Leikni í átta ár. Hún á tvö yngri systkini og hefur ávallt verið opin og átt auðvelt með að tala við hvern sem er um daginn og veginn. Á síðustu önninni í FB var hún komin með nóg af Íslandi og þráði breytingar. Þá kallaði borg draumanna, Los Angeles.

Magnea er með hátt í þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. Mynd: Úr einkasafni

„Ég þurfti smá breytingu og taldi að það að flytja í burtu og skipta um umhverfi myndi kannski breyta hvernig mér leið. Ég held að við Íslendingar vitum allt um það hvernig maður verður þunglyndur á veturna á Íslandi, svo hamingjuna sem fylgir sumrinu og síðan detta allir aftur í dvala. Ég myndi segja að ég hafi verið týnd og mér leið ekki alltof vel andlega,“ segir Magnea um hvernig það kom til að hún flutti svo ung vestur um haf. Hún byrjaði á því að skrá sig í skólann Santa Monica College og útskrifaðist eftir þrjú ár með AA-gráðu í samskiptafræði. Hún segir námið hafa þroskað hana mikið. Það kostaði hins vegar sitt.

„Ég og LÍN [Lánasjóður íslenskra námsmanna] erum ekki bestu vinir,“ segir Magnea og hlær. „Fyrstu viðbrögð þegar ég byrjaði að fá reikningana frá LÍN voru bara: „Guð minn góður.“ En þetta nám gaf mér ofboðslega mikið og ég sé ekki eftir því.“

Dýrasti bíllinn á 62 milljónir

Eftir útskrift fékk Magnea ólaunað starfsnám hjá snyrtistofunni Secret Beauty í þrjá mánuði. Strax í framhaldinu fékk hún ólaunað starfsnám hjá bílaleigunni sem hún rekur í dag, Royal Exotic Car Rental í Beverly Hills. Fyrst um sinn átti Magnea aðeins að sjá um sýningarsal bílaleigunnar en var fljótt farin að ganga í öll verk.

Magnea dvelur nú á Íslandi og veit ekki hvort hún ætlar að flytja aftur til Los Angeles. Mynd: Úr einkasafni

„Ég gerði markaðsefni fyrir fyrirtækið, allar auglýsingar, vefsíðuna og fleira. Svo endaði þetta þannig að ég var farin að gera allt í fyrirtækinu, allt frá því að borga reikningana yfir í að læra á alla bílana,“ segir Magnea. Í dag eru átján lúxusbílar í boði á leigunni, til dæmis Rolls Royce, Lamborghini, Ferrari, Benz og Maybach. Dýrasti bíllinn kostar um hálfa milljón dollara, rúmar 62 milljónir króna. Dagsleiga á ódýrasta bílnum er um þrjátíu þúsund krónur en á þeim dýrasta um þrjú hundruð þúsund krónur. Eins og gefur að skilja getur ýmislegt gerst í þessum bransa.

Magnea setur sér markmið og nær þeim. Mynd: Eyþór Árnason

„Ég fór með einn Lamborghini í tökur um daginn og þá var búið að brjótast inn í sýningarrýmið og ræna öllum bíllyklunum. Það kostaði sitt enda kostar hver lykill um hundrað þúsund krónur. Bílunum hefur einnig verið rænt. Það gerðist síðast bara um daginn. Þá kom eldri maður inn og leigði bíl. Ég hélt að hann væri traustsins verður. Hann sagði mér að hann þyrfti flottan bíl því hann væri að fara á fund og þyrfti að líta vel út. Síðan hafði hann bílinn aðeins lengur en samið var um og hætti að svara símanum. Loks tók hann staðsetningartækið úr bílnum. Ég er náttúrlega algjör leynilögregla þannig að ég athugaði hvert hann fór áður en hann tók tækið úr bílnum, keyrði þar um en fann hann ekki. Síðan fann ég bílinn á páskadag. Sem betur var ég með lykilinn á mér þannig að ég tók einfaldlega bílinn,“ segir Magnea og brosir.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“