fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Harðnandi samkeppni og lægra verð

Karl Garðarsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 13:00

Ætli þessi hafi fengið töskurnar fljótt á flugvellinum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samdráttur í ferðaþjónustu er farinn að hafa mikil áhrif á sölu gistingar hjá hótelum víðsvegar um landið. Þannig vekur athygli að stórir aðilar á markaðnum bjóða upp mikla afslætti yfir hásumarið, bæði á afsláttarsíðum, eins og t.d. aha og Hópkaupum, og eins á samfélagsmiðlum. Hingað til hafa slíkir afslættir aðallega verið í boði á þeim tíma ársins sem minni umferð er. Þannig bjóða Íslandshótel upp á afslátt á fimm hótelum víða um land sem felur í sér gistingu fyrir tvo, morgunverðarhlaðborð og þriggja rétta kvöldverð fyrir 29.900 krónur. Sveitahótel Eldhesta, skammt frá Hveragerði, hefur boðið 44% afslátt á gistingu fyrir tvo, þriggja rétta kvöldverð, morgunverð og reiðtúr fyrir tvo. Pakkinn kostar núna 24.900 krónur. B59 Hótel í Borgarnesi býður sömuleiðis upp á gistingu fyrir tvo með morgunverði, ásamt aðgangi að heilsulind og morgunverði á 34.900 krónur. Hér er um að ræða 39% afslátt. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af mörgum.

Umferð útlendinga í miðborg Reykjavíkur hefur verið talsvert minni í sumar, en undanfarin ár og virðist sem gjaldþrot WOW Air hafi haft meiri áhrif á ferðamannastrauminn en ætlað var. Á sama tíma standa yfir miklar framkvæmdir í miðborginni og víðar vegna nýrra hótela. Þar ber hæst stóra Marriott hótelið við Hörpu, þar sem verða um 250 hótelherbergi. Íslandshótel standa fyrir miklum framkvæmdum við Lækjargötu og Center Hotel eru að leggja lokahönd á nýtt og glæsilegt hótel rétt við Hlemm. Þar er einmitt opnunartilboð – rúmlega 50% afsláttur á gistingu í tvær nætur og kvöldverði og spa.

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um 10,2% milli 2018 og 2019. Þar munar mestu um staði sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og álíka síður þar sem fækkunin var 29%. Gistinætur á hótelum í maí voru rúmlega 308.000 talsins, sem er 3% fækkun frá sama mánuði árið áður. Herbergjanýting á höfuðborgarsvæðinu var 67,2% í maí.

Heimildir DV herma að titrings gæti víða yfir bókunarstöðunni, en algengt er að hótel í höfuðborginni nái um 90% nýtingu yfir sumartímann. Aukin samkeppni hefur leitt til verðlækkunar sem mörg hótel ráða illa við, enda eru þau skuldsett og þola illa sveiflur í gestafjölda. Staðan er þó enn alvarlegri víða um land, enda dvelja ferðamenn skemur en áður hérlendis og fara síður í lengri ferðir út á land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?