fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Neytendur

Hvað verður um öll eggin sem ekki seljast?

Ruslagámurinn bíður margra eftir páska – Önnur fá annað tækifæri eða nýtt líf – Framleiðendur reyna að lágmarka sóun

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. apríl 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega framleiða íslenskar sælgætisgerðir mörg tonn af páskaeggjum í ótal stærðum og gerðum í von um að hafa fundið blönduna sem freistar Íslendinga nóg til að veðja á þeirra framleiðslu. Nú þegar páskaeggjavertíðin stendur sem hæst í aðdraganda páskanna eru verslanir smekkfullar upp í rjáfur með stæðum af súkkulaðipáskaeggjum sem að sjálfsögðu eru ómissandi liður í páskahátíðinni jafnt hjá ungum sem öldnum.

En skiljanlega seljast ekki öll þessi ósköp af nammifylltum súkkulaðieggjum fyrir páskana. Hver verða þá örlög þeirra eggja sem eftir sitja í hillunum? DV leitaði svara við þeirri spurningu hjá sælgætisframleiðendunum þremur, Góu, Nóa Síríus og Freyju. Allir eiga framleiðendurnir það sameiginlegt að gera vel ígrundaðar framleiðsluáætlanir sem miða að því að hámarka nýtingu og lágmarka förgun. Ljóst er hins vegar að ruslagámurinn bíður margra óseldra eggja, þótt undantekningar séu þar á.

Reynt að endurnýta

Hjá Freyju fengust þau svör að allt sem hægt er að endurnýta sé endurnýtt.

„Öðru sem ekki er hægt að endurnýta er fleygt. Af umhverfissjónarmiðum og til að minnka matarsóun reynum við að henda sem minnstu en af hreinlætis og gæðasjónarmiðum neyðumst við til að henda öðru. Framleiðsluáætlanir eru vel ígrundaðar og ávallt hugsaðar þannig að rýrnun og förgun sé í algjöru lágmarki.“
Verkefnið er augljóslega ærið enda fengust þær upplýsingar að ef með eru talin litlu páskaeggin í álpappírnum þá framleiði fyrirtækið hundruð þúsunda páskaeggja fyrir þessa páska.

Reyna að gefa til góðra málefna

Nói Síríus notar spá- og áætlanakerfi til að áætla sölu sína niður á hverja verslun auk þess sem sölustjórar fyrirtækisins fylgjast grannt með stöðunni, að því er fram kemur í svari fyrirtækisins.

„Markmið okkar er að allar verslanir fái nægt magn til að fullnægja söluþörf án þess að hafa of mikið á lager.“ Þetta lágmarki það magn sem verði eftir í verslunum að loknum páskum og í flestum tilfellum taki Nói Síríus óseld egg til baka. En litið sé svo á að endurvinnsla sé ekki möguleiki.

„Það liggur í hlutarins eðli að endurvinnsla er hvorki möguleg né hagkvæm. Varðandi magnið [sem ekki selst] þá er það breytilegt frá ári til árs en það er lítið hlutfall af því magni sem við seljum. Þar sem við viljum forðast matarsóun þá reynum við að selja eða gefa til góðra málefna það sem út af stendur frekar en að henda því í ruslið. Við þurfum því miður að henda einhverju sem er þá opið, rifið eða þess háttar en magnið er óverulegt.“

Góa fargar engu

Þótt aðrir framleiðendur telji endurvinnslu ekki mögulega þá vekur athygli að annað er uppi á teningnum hjá Góu. Þar fengust þau hnitmiðuðu svör að fyrirtækið taki við öllum eggjunum sem ekki seljist í búðunum.

„Við endurvinnum þau – engu fargað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Neytendur
24.07.2020

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
EyjanNeytendur
29.07.2019

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn