fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Internetið í fríinu – Passaðu þig á þráðlausum netsamböndum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. júlí 2019 21:30

Fáir nota djúpnetið til ljósfælinna hluta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið freistandi að nota opin og þráðlaus netsambönd þar sem þau eru í boði. Þetta getur komið sér vel í útlöndum ef búið er að nota mikið af því gagnamagni sem er innifalið í símaáskriftinni. En það er vissara að fara varlega í að tengja tækin sín við slík netsambönd því þau geta einfaldlega verið gildra sem tölvuþrjótar standa á bak við til að geta komist yfir upplýsingar úr símanum þínum.

Það er sérstaklega mikilvægt að hafa þetta í huga á kaffihúsum og veitingastöðum og svæðum þar sem má eiginlega reikna með að ekki sé aðgangur að neti.

Tölvuþrjótar koma stundum upp sínu eigin neti nærri fjölförnum stöðum og gefa því svipað nafn og er notað á þekktum stað í nágrenninu, til dæmis á hóteli. En á þessum þráðlausu netum tölvuþrjótanna þarf að gefa upp ákveðnar upplýsingar til að geta tengst því en það er auðvitað allt gert í því skyni að komast yfir aðgangsupplýsingar fólks.

Dæmi eru um að slík netsambönd hafi verið notuð til að stela aðgangsorðum að tölvupósti fólks eða öðru sem á að halda leynilegu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni