fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

MMR: Stuðningur eykst við þriðja orkupakkann

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. júní 2019 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningur við 3. orkupakkann jókst á meðal kjósenda ríkisstjórnarflokkanna jafnframt því sem andstaða minnkaði á meðal stuðningsfólks Miðflokksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 7. – 14. júní 2019.

Alls kváðust 33% þeirra sem tóku afstöðu vera mjög andvíg innleiðingu 3. orkupakkans, 13% frekar andvíg, 20% bæði andvíg og fylgjandi, 15% frekar fylgjandi og 19% mjög fylgjandi. Lítill munur er því á heildarafstöðu frá könnun maímánaðar en líkt og í fyrri könnun tók tæplega þriðjungur þátttakenda (29,6%) ekki afstöðu til spurningarinnar.

Mest andstaða hjá Miðflokki

Stuðningur við þriðja orkupakkann jókst frá síðustu könnun á meðal stuðningsfólks allra ríkisstjórnarflokkanna. Alls kváðust 44% stuðningsfólks Vinstri grænna fylgjandi orkupakkanum, sem er aukning um 18 prósentustig frá síðustu könnun en 23% þeirra kváðust andvíg, samanborið við 55% í könnun maímánaðar. Stuðningur jókst um 12 prósentustig hjá stuðningsfólki Framsóknarflokksins og mældist nú 34% en 44% kváðust andvíg. Þá kváðust 33% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi innleiðingu þriðja orkupakkans en 48% andvíg.

Ef litið er til stjórnarandstöðuflokka má sjá að stuðningur við þriðja orkupakkann jókst mest hjá stuðningsfólki Viðreisnar en 74% þeirra kváðust fylgjandi innleiðingu, sem er aukning um 11 prósentustig á milli kannana. Þá kváðust 73% stuðningsfólks Samfylkingarinnar fylgjandi innleiðingu orkupakkans en 14% andvíg. Af stuðningsfólki Pírata kváðust 43% svarenda fylgjandi þriðja orkupakkanum en 34% kváðust andvíg, samanborið við þau 29% sem kváðust andvíg í könnun maímánaðar. Þá kváðust 90% stuðningsfólks Miðflokksins andvíg innleiðingu á þriðja orkupakkanum, sem er 10 prósentustigum minna en í síðustu könnun en 75% þeirra kváðust mjög andvíg (samanborið við 93% í könnun maímánaðar).

Ef litið er til ríkisstjórnarflokkanna sem heildar má sjá að rúmlega þriðjungur svarenda (35%) kváðust fylgjandi innleiðingu þriðja orkupakkans, sem er aukning um 9 prósentustig frá síðustu mælingu en 42% kváðust andvíg. Einnig virðist sem viðhorf stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins gagnvart þriðja orkupakkanum hafi eitthvað mildast en 81% þeirra kváðust andvíg innleiðingu, 17 prósentustigum minna en við síðustu könnun. Þá kváðust 64% stuðningsfólks hinna þriggja stjórnarandstöðuflokkanna (Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata) fylgjandi innleiðingu orkupakkans en 22% andvíg.

Ef litið er til afstöðu svarenda til ríkisstjórnarinnar má sjá að stuðningur við þriðja orkupakkann jókst um 8 prósentustig hjá þeim svarendum sem styðja ríkisstjórnina og kváðust 39% fylgjandi innleiðingu en 38% andvíg. Svarendur sem kváðust ekki styðja ríkisstjórnina voru hins vegar líklegri til að segjast andvíg þriðja orkupakkanum (53%) heldur en fylgjandi honum (31%).

Þá reyndust þeir svarendur sem kváðust hlynntir inngöngu í Evrópusambandið líklegri til að segjast fylgjandi innleiðingu orkupakkans (69%) heldur en þau sem kváðust andvíg inngöngu í ESB (12%). Svarendur andvígir inngöngu í ESB reyndust hins vegar líklegri til að vera andvíg orkupakkanum (72%) heldur en þau sem kváðust hlynnt inngöngu Íslands í ESB (15%).

Munur eftir lýðfræðihópum

Karlar reyndust jákvæðari en konur gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36% karla kváðust frekar eða mjög fylgjandi, sem er óbreytt frá síðustu könnun. Stuðningur kvenna við orkupakkann jókst um 7 prósentustig frá síðustu könnun en 31% þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi innleiðingu.

Stuðningur við þriðja orkupakkann mældist mestur hjá svarendum á aldrinum 68 ára og eldri en 40% þeirra kváðust fylgjandi innleiðingu, sem er aukning um 5 prósentustig frá könnun maímánaðar. Andstaða við orkupakkann reyndist mest á meðal svarenda á aldrinum 50-67% en rúmur helmingur þeirra (55%) kvaðst frekar eða mjög andvíg innleiðingu, sem er nær óbreytt frá síðustu könnun.

Líkt og í síðustu könnun reyndust íbúar höfuðborgarsvæðisins jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans (40%) heldur en þau af landsbyggðinni (23%). Athygli vekur þó að hlutfall landsbyggðarbúa sem kváðust andvíg þriðja orkupakkanum mældist 54%, sem er 9 prósentustigum minna en við síðustu mælingu.

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 988 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 7. til 14. júní 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“