fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

NÁTTÚRULEGA SÆTT Í SUMARBYRJUN

Tobba Marinós (32) með útgáfuboð:

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. apríl 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tobba Marinós hélt útgáfuboð síðasta vetrardag til að fagna nýjustu bók sinni Náttúrulega sætt. Fjöldi góðra gesta mætti á veitingastaðinn Cocoo´s Nest á Grandagarði til að samgleðjast Tobbu, smakka girnilega rétti og fá eintak af bókinni. Að eigin sögn er Tobba annálaður sælkeri, en jafnframt umhugað um hollt mataræði. Í bókinni sýnir hún hvernig búa má til ljúffenga en um leið holla eftirrétti, kökur og sætmeti og er bókin allt í senn sumarleg og falleg og réttirnir ljúffengir og hollir.

Tobba ásamt kærastanum, Karli Sigurðssyni, og dóttur þeirra, Regínu. Dóttirin lék á als oddi í útgáfupartíinu og var ófeimin við gestina.
FRÁBÆR ÞRENNA Tobba ásamt kærastanum, Karli Sigurðssyni, og dóttur þeirra, Regínu. Dóttirin lék á als oddi í útgáfupartíinu og var ófeimin við gestina.
Tobba og vinkona hennar, Íris Ann Sigurðardóttir, sem tók allar ljósmyndir í bókina.
GÓÐ SAMVINNA Tobba og vinkona hennar, Íris Ann Sigurðardóttir, sem tók allar ljósmyndir í bókina.
Ástríðukokkurinn Albert Eiríksson mætti til að samgleðjast Tobbu, en Albert er með vefsíðuna alberteldar.com þar sem finna má fjölda góðra uppskrifta og ráða.
MATGÆÐINGUR MÆTTUR Ástríðukokkurinn Albert Eiríksson mætti til að samgleðjast Tobbu, en Albert er með vefsíðuna alberteldar.com þar sem finna má fjölda góðra uppskrifta og ráða.
Feðgarnir Karl og Sigurður Sófus Karlsson eru einstaklega hæfileikaríkir hvor á sínu sviði, Karl í tónlistinni og Sigurður í leiklistinni.
FLOTTIR FEÐGAR Feðgarnir Karl og Sigurður Sófus Karlsson eru einstaklega hæfileikaríkir hvor á sínu sviði, Karl í tónlistinni og Sigurður í leiklistinni.
Vinkonurnar Þóra Sigurðardóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir voru ferskar og sumarlegar á síðasta vetrardegi.
SUMARLEGAR OG SÆTAR Vinkonurnar Þóra Sigurðardóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir voru ferskar og sumarlegar á síðasta vetrardegi.
Berglind Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Borgarleikhússins, leist vel á bókina.
GÓÐUR GESTUR Berglind Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Borgarleikhússins, leist vel á bókina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt