fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Telur líklegt að andlát River Phoenix tengist umdeildum sértrúarsöfnuði: „Þetta var ekki heilbrigt“

Fókus
Fimmtudaginn 30. maí 2019 09:00

River Phoenix.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn River Phoenix lést þann 31. október árið 1993, aðeins 23ja ára að aldri. Dánarorsökin var of stór skammtur af eiturlyfjum, en River lést fyrir utan klúbb í Vestur-Hollywood á hátindi leiklistarferils síns. Í nýrri heimildarþáttaröð, People Magazine Investigates: Cults, er því haldið fram að ofneyslu hans á eiturlyfjum, og þar með andlát hans, megi rekja til uppvaxtar hans í sértrúarsöfnuðinum Children of God, sem í dag heitir The Family International, eða TFI.

Foreldrar River, John og Arlyn, gengu til liðs við Children of God, eða COG, þegar að River var aðeins þriggja ára gamall. Þau yfirgáfu söfnuðinn sex árum seinna.

Kynlíf notað sem vopn

Children of God var stofnað árið 1968 af David Berg, sem kallaði sjálfan sig oft Kónginn eða Móses, í Huntington Beach í Kaliforníu. Boðskapur COG fólst í andlegri byltingu og hamingju og vantrausti á heiminn, sem meðlimir kölluð Kerfið. Söfnuðurinn vakti fyrst mikla athygli árið 1976 þegar að meðlimir hans byrjuðu að beita aðferð sem var kölluð Flirty Fishing. Sú aðferð fólst í því að kvenkyns meðlimir safnaðarins voru hvattir til að nota kynlíf til að sannfæra fólk utan COG að gerast meðlimir. Samkvæmt TFI „frelsuðust“ yfir tvö hundruð þúsund manns á þennan hátt á árunum 1974 til 1987.

COG var lagt niður í febrúar árið 1978 í skugga alvarlegra ásakana á hendur David Berg, ekki bara vegna Flirty Fishing heldur einnig vegna fjármálamisferlis og misbeitingar valds innan safnaðarins. Fjölmargir yfirgáfu söfnuðinn af þessum sökum. Þeir sem sátu eftir stofnuðu söfnuðinn Family of Love sem seinna var kallað The Family. Nú heitir söfnuðurinn The Family International, eins og áður segir.

River sló í gegn í Stand By Me.

Missti sveindóminn fjögurra ára gamall

Í fyrrnefndri heimildarmynd segir vinur River, Joshua Greenbaum, að leikarinn hafi aldrei jafnað sig á því áfalli sem það var að tilheyra söfnuðinum. Fjölskylda River gekk um götur til að betla peninga fyrir söfnuðinn og fluttu mjög oft áður en þau settust að í Kaliforníu. Þar ákváðu foreldrar River að reyna að skapa feril í skemmtanabransanum fyrir börnin sín fimm; River, Joaquin, Rain, Summer og Liberty. River sló fyrst í gegn árið 1986 í myndinni Stand by Me og lék alls í 24 myndum á ferlinum.

River talaði nánast aldrei um tíma sinn í Children of God opinberlega. Í viðtali við tímaritið Details árið 1991 sagðist hann hafa misst sveindóminn þegar hann var fjögurra ára en að hann hafi ýtt því úr huga sínum. Joshua veltir því fyrir sér hvort sértrúarsöfnuðurinn tengist andláti vinar síns.

„Þetta var ekki heilbrigt,“ segir hann. „Það er ekki hægt að ganga í gegnum svona áfall í barnæsku án þess að það hafi áhrif á restina af lífinu.“

Þátturinn People Magazine Investigates: Cults er sýndur á stöðinni Investigation Discovery næstkomandi mánudagskvöld klukkan 21 vestan hafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“