fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

KA liggur í Gary Martin: Getur ekki boðið kærustunni upp á það

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vill losna við Gary Martin. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals í samtali við 433.is í gær. Gary gekk í raðir Vals í janúar og gerði þriggja ára samning. Eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni vill Valur nú losna við framherjann.

Meira:
Gary Martin í áfalli: Leikmenn Vals trúa ekki hvað er í gangi – ,,Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu“

Tíðindin koma talsvert á óvart því ekki eru nema rúmir fjórir mánuðir síðan að Valur setti allt sitt traust á breska framherjann. ,,Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl,“ sagði Ólafur í samtali við 433.is í gær.

Valur hefur boðið nokkrum liðum að fá Gary Martin, þar á meðal KA sem hefur mikinn áhuga á að fá enska framherjann. „KA hefur hringt töluvert í mig og verið mjög áhugasamir,“ segir Gary við Vísir.is í mig.

Á Vísir er hins vegar sagt að Gary vilji ekki bjóða kærustunni sinni upp á það. ,,Kærasta hans sé væntanleg frá Englandi eftir nokkra daga. Hann geti ekki boðið kærustunni upp á frekara ferðalag eftir flug og rútu til Reykjavíkur. Flug eða bílferð til Akureyrar, fram og til baka, sé ekki hægt að bjóða henni,“ segir í frétt sem Kolbeinn Tumi Daðason, skrifar.

Meira:
Eru þetta ástæðurnar fyrir því að Valur vill Gary Martin burt? – ,,Eins og að giftast alkóhólista og sækja svo um skilnað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði