fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
433Sport

Eru þetta ástæðurnar fyrir því að Valur vill Gary Martin burt? – ,,Eins og að giftast alkóhólista og sækja svo um skilnað“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vill losna við Gary Martin. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals í samtali við 433.is í gær. Gary gekk í raðir Vals í janúar og gerði þriggja ára samning. Eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni vill Valur nú losna við framherjann.

Meira:
Gary Martin í áfalli: Leikmenn Vals trúa ekki hvað er í gangi – ,,Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu“

Tíðindin koma talsvert á óvart því ekki eru nema rúmir fjórir mánuðir síðan að Valur setti allt sitt traust á breska framherjann. ,,Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl,“ sagði Ólafur í samtali við 433.is í gær.

Hlaðvarpsþátturinn, Steve Dagskrá hefur vakið athygli en þar er farið yfir Pepsi Max-deildina. Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson stýra þættinum. ,,Ég ætla ekki að segja týpískt, en miðað við hvernig Valur er búið að vera. Þá er þetta framhald af allri þeirri geðveiki sem hefur verið í gangi, sögurnar núna eru að Valur hafi ætlað að losa sig við Emil Lyng áður en hann meiddist gegn ÍA. Óli Jó segir að Gary henti ekki þeirra leikstíl og sé góður drengur,“ sagði Andri Geir í upphafi umræðunnar.

Vilhjálmur sagðist hafa rætt við mann sem þekkir hverja þúfu á Hlíðarenda, hann hafi haft sögu að segja.

,,Ég heyrði þetta frá innanbúðar manni, það er þannig að landsliðsmennirnir í Val. Nefni ekki nöfn, þeir boðuðu fund með Óla og kröfðust þess að Gary yrði settur til hliðar. Hann er enginn liðsmaður, ég heyrði á undirbúningstímabilinu frá öðrum. Að Gary væri að gera alla geðveika þarna og það var líka talað um að Emil Lyng, fái boltann og gefi hann ekki, hlaupi svo aldrei til baka.“

Andri Geir segir vesen fylgja Gary. ,,Gary Martin hefur nánast spilað á Íslandi í tíu ár, hann var í ÍA. Var með vesen og vildi fara i höfuðborgina, var ekki sáttur í KR, þegar hann spilaði ekki frammi. Alltaf eitthvað vesen á honum, hann elskar athygli.“

Meira:
Gary Martin í áfalli: Leikmenn Vals trúa ekki hvað er í gangi – ,,Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu“

Valur fékk Gary Martin til að fylla skarð Patrick Pedersen í janúar. Talað var um að leikstíll Gary væri ekki að henta Val, Andri telur það ódýra afsökun.

,,Þegar hann kemur þá segir Óli Jó að þeir sé búnir að reyna að fá hann lengi, allt frábært. Burt séð frá leikstílnum, þeir vissu alveg að hann væri ekki eins og Patrick Pedersen. Núna þegar hann segir þetta tvær mínútur í lok gluggans, að hann henti ekki þeirra leikstíl. Þá er það augljóslega kjaftæði, þeir vissu hvernig leikmann þeir voru að fá. Þeir vissu líka hvernig persónuleika þeir voru að fá, bara með því að fylgjast með síðustu ár, hvernig Gary er. Svo allt í einu núna, að hann sé ekki týpan sem passi inn í klefann. Þetta er eins og að giftast alkóhólista, svaka heppinn. Svo sækir þú um skilnað, því hann drekkur of mikið. Þetta er gefið, Gary Martin er svona týpa. Það fer mikið fyrir honum, hann vill vera í sviðsljósinu. Hann er að æsa og stuða, þetta er svona týpa. Það vissu það allir á Hlíðarenda, þegar hann kom.“

Gary Martin hefur skorað tvö mörk í þremur leikjum í Pepsi Max-deildinni, það telur lítið í herbúðum Vals.

,,Hann er með tvö mörk í þremur leikjum, hann er búinn að hlaupa eins og tittlingur. Ekki með neina kóngastæla, hann leggur sig fram. Þetta er mjög skrýtið

,,Ég vorkenni Gary, hann er nýr framherji í nýju liði. Hann er með Emil Lyng, sem hefur gert lítið. Kaj Leó, 0 að finna sig í sinni stöðu. Lasse Petry, hann er umkringdur líka, nýjum gaurum. Hann er framherji sem hleypur í svæði, hann talar um að að það sé erfitt að vera framherji með þrjár sexur fyrir aftan sig. Það er mikið til í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
París heillar Pogba

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega
433Sport
Í gær

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid
433Sport
Í gær

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“
433Sport
Í gær

Standa saman eftir andlát George Floyd: „Ég er nokkuð viss um að apar eru gáfaðri en rasistar“

Standa saman eftir andlát George Floyd: „Ég er nokkuð viss um að apar eru gáfaðri en rasistar“
433Sport
Í gær

Ótrúlegt ævintýri hófst á Akranesi árið 1955 og er enn að gefa af sér afreksfólk

Ótrúlegt ævintýri hófst á Akranesi árið 1955 og er enn að gefa af sér afreksfólk
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt tíðindi – Dion snýr aftur í Laugardalinn

Óvænt tíðindi – Dion snýr aftur í Laugardalinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Klopp byrjaður að undirbúa næstu leiktíð

Klopp byrjaður að undirbúa næstu leiktíð