fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Athvarf fyrir sprautufíkla verður rétt hjá dansskóla barna – Skiptar skoðanir íbúa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. maí 2019 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef búið á þannig stöðum erlendis að ég tel mig sæmilega umburðarlyndan, en það sem mér þykir einna verst er að þarna ganga um 6-16 ára stelpur sem sækja dansskóla. Mér þykir líka skrýtið að setja þetta niður þarna með það í huga að það er verið að byggja upp verslunarrekstur á þessu svæði,“ segir íbúi í Vesturbænum í samtali við DV, um fyrirhugað athvarf fyrir sprautaufíkla með neyslurýmum sem opnað verður á næstunni að Grandagarði 1. Athvarfið verður í húsnæði við hliðina á björgunarsveitinni Ársæll, fyrir aftan Bónus.

Áðurnefndur íbúi segist þó í sjálfu sér fagna úrræði sem þessu en bætir við: „En þegar þetta kemur í manns eigin bakgarð þá verður maður fúll.“

Annar íbúi sem DV hafði tal af segir að það trufli sig mest að engin umræða sé um þessi áform. „Við vitum ekki af hvaða toga þetta mun vera. Ég frétti þetta fyrir tilviljun, held að þessi staðsetning muni ekki falla í kramið hjá viðskiptafólki með rekstur í nágrenninu,“ segir þessi íbúi.

En það heyrast líka mjög jákvæðar raddir um framtakið og við víkjum að þeim rétt á eftir.

DV ræddi við Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, formann Velferðarráðs, um þetta mál þann 16. apríl síðastliðinn. Sú frétt spratt upp úr röð frétta DV um ástandið í Gistiskýlinu við Lindagötu. Þar hafa sprautufíklar verið í neyslu, sem starfsfólk er afar ósátt við enda sé gistiskýlið ætlað fyrir heimilislausa og sprautufíklar geri ástandið mjög erfitt fyrir starfsfólk og aðra notendur skýlisins.

Ljóst er að með nýju athvarfi fyrir sprautufíkla á Grandagarði mun þessi vandi gistiskýlisins leysast auk þess sem hægt verður að beita skaðaminnkandi úrræðum á faglegan hátt. Sprautufíklar munu geta fengið hreinar sprautunálar og nýtt neyslurými undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks. Það kom fram í viðtali DV við Heiðu að langan tíma hafi tekið að finna húsnæði undir starfsemina.

Úrræði sem kemur í veg fyrir að fólk deyi

Það heyrast líka jákvæðar fréttir úr Vesturbænum vegna málsins sem er komið til umræðu í FB-hópi íbúa. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi, skrifar:

„Frábært mál. Það er mikil þörf á svona úrræði, við erum að tala um að þetta kemur beinlínis í veg fyrir að fólk deyi. Það er miklu betra að hafa þetta fólk inni í kerfinu en alfarið úti á götu, líkurnar á því að það geti komið undir sig fótunum aukast til muna. Staðsetningin fæ ég ekki séð að sé eitthvað svakalegt hneykslismál, það er ekki eins og þetta sé beint ofan í íbúðarhverfi (þó ég persónulega myndi ekki einu sinni setja mig upp á móti því). Vill fólk frekar hafa þetta uppi í sveit?“

Ónefndur íbúi skrifar:

„Fagna svona skaðaminnkandi starfsemi sem stuðlar gegn því að undirmálsfólk dragist út úr samfélaginu“

Annar jákvæður íbúi skrifar: „Ekkert frábært við að þörf sé á því. En frábært að þörfinni sé mætt.“

Sjá einnig:

Nýtt athvarf fyrir sprautufíkla

„Tifandi tímasprengja“

Tómas rekinn úr starfi

Tómas ítrekar að hann hafi verið rekinn

Kerfið svarar

Baldur sakar Heiður um ósannindi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá