fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Tómas rekinn úr starfi vegna fréttar DV um Gistiskýlið við Lindargötu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 12:18

Baldur (t.v.) og Tómas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Jakob Sigurðsson, starfsmaður Gistiskýlisins við Lindargötu, var rekinn á föstudag í kjölfar fréttar DV um ástandið í Gistiskýlinu en þar virðast starfrækt neyslurými fyrir sprautufíkla þó að forstöðumaður skýlisins neiti því. Tómas fór hörðum orðum um ástandið í gistiskýlinu eftir þessa breytingu og DV birti ófrýnilegar myndir sem Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins tók á vettvangi. Sjá nánar hér.

Í kjölfar birtingar fréttar DV barst Tómasi símtal frá forstöðumanni Gistiskýlisins, Þóri Gíslasyni. Þar tilkynnir Þór Gíslason Tómasi, að hann eigi ekki að mæta til vinnu næstkomandi mánudag eins og vaktaplan segir til um, þar sem mál hans,Tómasar, séu í „skoðun“ hjá mannauðsstjórnun Velferðarsviðs.

Tómas segir að sér hafi verið illa brugðið við þessi orð, enda ekki átt von á að að sér yrði vegið með slíkum hætti og því eftir nokkra umhugsun hringt til baka í forstöðumanninn og óskað eftir að fá þessa brottvísun senda skriflega.

Síðdegis barst Tómasi ekki skrifleg brottvísun, heldur annað símtal frá forstöðumanninum Þór Gíslasyni, þar sem hann sagðist vera með ný skilaboð frá mannauðsstjórnun Velferðarsviðs. Nú skal Tómas mæta kl. 8 á mánudag, en þó ekki til vinnu, heldur til höfuðstöðva Velferðarsviðs og fékk Tómas engar frekari skýringar.

Tómas hyggst ekki svara þessari skipun, enda ekki fengið neina staðfestingu skriflega, þrátt fyrir ítrekaða beiðni, hann hyggst hins vegar mæta til vinnu sinnar í Gistiskýlinu samkvæmt vaktaplani.

Baldur Borgþórsson borgarfulltrúi Miðflokksins kveðst orðlaus yfir viðbrögðum Velferðarsviðs. Í stað þess að bregðast við með tafarlausum úrbótum og tryggja þannig öryggi starfsmanna sem og skjólstæðinga, sé vegið að Tómasi persónulega. „Að tilkynna Tómasi símleiðis að honum sé vikið úr starfi meðan mannauðsstjórn Velferðarsviðs sé með mál Tómasar sjálfs í skoðun er svo galið að ég er í raun orðlaus.“

Baldur segir að hann sjálfur og Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borgarstjórn séu reyndar alvön þessari nálgun að ráðist sé að persónu þeirra í stað málefnalegra umræðna, en að slíkri taktík sé beitt gegn starfsfólki borgarinnar eins og tilfellið sé í máli Tómasar, sé ólíðandi. „Starfsfólk borgarinnar á ekki að þurfa að óttast um starf sitt fyrir það eitt að benda á alvarlega ágalla á vinnustað sínum.“

Baldur hefur óskað eftir að boðað verði til aukafundar borgarráðs vegna alvarleika málsins sem kalli á tafarlaus viðbrögð og úrbætur. „Þetta er ekki mál af því tagi sem menn fresta svo glatt fram yfir páska, en ef sú verður raunin skulu menn jafnframt vera reiðubúnir að axla ábyrgð, því ég stend við orð mín, hér er um að ræða tifandi tímasprengju og öryggi starfmanna og skjólstæðinga í húfi,“segir Baldur.

DV náði tali af Þór Gíslasyni, forstöðumanni Gistiskýlisins, við vinnslu fréttarinnar. Hann bað um skriflegar spurningar og mun bregðast við þeim. Búast má við frétt með svörum Þórs í kvöld eða á morgun. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt