fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Fréttir

Baldur sakar Heiðu um ósannindi – „Það eru víst rekin neyslurými í Gistiskýlinu“- Sjáðu sönnunargögnin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. apríl 2019 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætlaði ekki að leggja fram þessi gögn en þegar maður er vændur um ósannindi þá kemur ekkert annað til greina. Mín gögn sýna svart á hvítu að Heiða fór með ósannindi í viðtali við RÚV,“ segir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Hann hefur látið DV í té gögn sem hann segir sanna að rekin séu neyslurými fyrir sprautufíkla í Gistiskýlinu við Lindargötu. DV hefur undanfarna daga flutt margar fréttir af gistiskýlinu þar sem Baldur og starfsmaður skýlisins, Tómas Jakob Sigurðsson, segja starfsemina þar bæði ótæka og ólöglega. Rekstur sjö neyslurýma fyrir sprautufíkla geri veru annarra manna sem þurfa á skýlinu að halda óbærilega og starfsskilyrði hins ófaglærða starfsfólks sem þarna vinnur ómöguleg.

RÚV tók málið upp í dag. Þar segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs, að málið sé byggt á misskilningi. Neysla áfengis og vímuefna sé bönnuð í skýlinu:

„Þú getur nálgast nálar og klúta til þess að sótthreinsa þig, getur fengið hreinan búnað og getur svo skilað honum aftur. Þetta er skaðaminnkun og gert til þess að minnka hættu á smitsjúkdómum og veikindum hjá þeim hópi sem sem notar vímuefni í æð.“

(Þess skal getið að í umfjöllun RÚV er ekki minnst einu orði á DV sem frumflutti fréttir af málinu, en það er önnur saga.)

Spurningu um hvort í gistiskýlinu væru rekin neyslurými svaraði Heiða Björg svona:

„Það er rangt. Ég fullyrði það. Það eru engin neyslurými þarna og það er ekki leyfilegt að neyta vímuefna þarna. Við sýnum fólki virðingu og viljum tryggja þeirra heilbrigði og heilsu en við erum á engan hátt að hjálpa þeim að neyta.“

Sönnunargögn Baldurs: „Þetta blasir við“

Baldur lét DV í té myndband þar sem hann gengur inn í Gistiskýlið og virðir fyrir sér skjal sem hengt er þar á vegg í anddyrinu. Yfirskrift skjalsins er: „Reglur um notkun sprautubúnaðar á salernum í Gistiskýlinu.“ Í reglunum er að finna efni sem virðist stangast á við fullyrðingar Heiðu. Allur texti skjalsins birtist síðan á ljósmynd sem Baldur tók og er fyrir neðan myndbandið. Í textanum er sagt að í skaðaminnkandi tilgangi sé horft framhjá því ef einstaklingar nota salerni Gistiskýlisins til að sprauta efnum í æð. Síðan eru nákvæmar leiðbeiningar um hvernig farið skuli að þessu. Til dæmis er gefinn upp hámarkstími sem nota má til að sprauta sig inni á salernunum. Einnig kemur fram að hægt sé að veita aðgang að salernunum öðrum en þeim sem dveljast í skýlinu hverju sinni. „Það eru víst rekin neyslurými í gistiskýlinu. Þetta blasir við,“ segir Baldur og bætir við:

„Mér þykir leitt og dapurt að upplifa þessi viðbrögð hjá formanni Velferðarráðs, æðsta manni sviðsins. Ég kom að þessu máli einfaldlega vegna þess að starfsfólkið þarna bað mig um liðsinni. Ég vonaðist eftir því að þessu yrði í kjölfarið kippt í liðinn. Ég var ekki að biðja um neitt meira. En þegar bornar eru á mann svona meiningar þá verður maður að stíga næsta skref og þess vegna leyfi ég birtingu á þessu efni. Mér þykir það leitt að málið hafi farið í þennan farveg,“

segir Baldur.

Þess má geta að til stóð að DV tæki viðtal við Heiðu á þriðjudag vegna málsins. Vel má vera að af því verði. En vegna fréttar RÚV og þessara gagna var ekki hægt að bíða með birtingu þessarar fréttar.

Baldur ítrekar: „Það er leitt að leyfa birtingu á myndbandinu og myndinni af regluplagginu. Ég ætlaði ekki að gera það. En ég lít svo á að mér hafi nú verið stillt upp við vegg og ég verð að afsanna þær ávirðingar sem á mig eru bornar, að ég sé í raun ósannindamaður.“

Hér að neðan eru myndband Baldurs og ljósmynd sem sýnir allan textann.

 

 

Hér er ljósmynd sem sýnir textann.

 

Sjá einnig:

„Tifandi tímasprengja“

Tómas rekinn úr starfi

Tómas ítrekar að hann hafi verið rekinn

Kerfið svarar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Fréttir
Í gær

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“
Fréttir
Í gær

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smit á tveimur íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk

Smit á tveimur íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur þjóðin að segja – „Fullur af skömm og viðbjóði yfir því að vera Íslendingur“

Þetta hefur þjóðin að segja – „Fullur af skömm og viðbjóði yfir því að vera Íslendingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egypska fjölskyldan finnst ekki

Egypska fjölskyldan finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Illskan hefur sigrað“ – „Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil“

„Illskan hefur sigrað“ – „Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil“