fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Tómas ítrekar að hann hafi verið rekinn – Ósáttur við að vera vændur um lygi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 12:39

Baldur (t.v.) og Tómas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Jakob Sigurðsson, starfsmaður (eða fyrrverandi starfsmaður?) Gistiskýlisins við Lindargötu, ítrekar að honum hafi verið sagt upp störfum á föstudag. Það hafi Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins, gert í símtali. Þegar Tómas kallaði eftir skriflegri uppsögn sagði Þór honum að hann ætti að mæta til viðtals hjá Velferðarsviði kl. 8 á mánudag.

Í svari Velferðarsviðs til DV um þetta efni var staðhæft að Tómas hefði ekki verið rekinn og að frétt DV um þetta væri röng. Sjá hér

Upphaflega efnið snýst um umfjöllun DV um gistiskýlið við Lindargötu en Tómas fullyrðir að þar ríki ófremdarástand. Baldur Borgþórsson borgarfulltrúi tekur undir þetta og kallar húsið tifandi tímasprengju. Vandinn felist í því að þarna séu rekin neyslurými fyrir sprautufíkla sem geri vist annarra manna sem þurfi á gistiskýlinu að halda óbærilega. Sjá hér

Þessu neitar Velferðarsvið líka og Baldur Borgþórsson hefur kallað afstöðu kerfisins í málinu „súrrealíska“ og mótsagnakennda. Augljóst sé að þarna séu rekin neyslurými og starfsemin sé í raun ólögleg.

Tómas segist vera afar ósáttur við að vera vændur um lygar eins og svar Velferðarsviðs til DV feli í raun í sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dýraverndunarsinnar mótmæltu á Selfossi: „Fangelsuð, nauðgað og afkvæmin drepin!“

Dýraverndunarsinnar mótmæltu á Selfossi: „Fangelsuð, nauðgað og afkvæmin drepin!“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brýtur Bjarni siðareglur?

Brýtur Bjarni siðareglur?
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar furðufréttir: Köttur hélt mæðgum í gíslingu – Íbúi á Sauðárkróki varð ástfanginn af uppblásinni dúkku

Íslenskar furðufréttir: Köttur hélt mæðgum í gíslingu – Íbúi á Sauðárkróki varð ástfanginn af uppblásinni dúkku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spurning vikunnar: Stefnir í nýtt efnahagshrun á Íslandi?

Spurning vikunnar: Stefnir í nýtt efnahagshrun á Íslandi?