fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Blaðamenn setja Hatara í 2. sæti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 12:20

Frábærar fréttir. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venju samkvæmt eru blaðamenn í Eurovision-höllinni í Tel Aviv beðnir um að gefa atriði hvers lands stig eftir æfingar, en þessi stigagjöf getur oft gefið vísbendingu um hvernig fer í keppninni.

Eftir fyrstu æfingu Hatara fengu þeir alls 55 stig frá blaðamönnum, en stigagjöfin virkar þannig að hver blaðamaður velur sín þrjú uppáhaldsatriði og fær lagið í 1. sæti fimm stig, lagið í 2. sæti fær þrjú stig og loks fær atriðið í því þriðja eitt stig.

Svona lítur seinni helmingur atriða í fyrri undanriðlinum út.

Af þeim listamönnum sem æfðu atriði sín á öðru degi æfinga er Hatari í 2. til 3. sæti, en sveitin er jöfn á stigum og framlag Grikklands, en það er Katerina Duska sem er fulltrúi Grikkja með lagið Better Love. Í fyrsta sæti eftir þennan annan dag æfinga er Ástralía með 77 stig, en hin ástralska Kate Miller-Heidke stal senunni í æfingunni með lagið Zero Gravity.

Lögin sem Hatrið mun sigra keppir við í fyrri undanúrslitariðlinum voru æfð á fyrsta og öðrum degi æfinga. Ef stigin frá fyrsta og öðrum degi æfinga eru tekin saman kemst Hatari áfram upp úr fyrri undanriðlinum með sín 55 stig og lendir í 5. til 6. sæti í þeim riðli. Ástralía ber sigur úr býtum í riðlinum, Kýpur lendir í 2. sæti, Serbía í því þriðja og Tékkland í fjórða sæti, ef spá blaðamanna gengur eftir.

Hér eru úrslit frá fyrsta degi æfinga.

Útlitið er hins vegar svart hjá Svartfjallalandi og Finnlandi, sem virðast enga möguleika eiga á að ná í úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“