fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Ringulreið í London: Lögreglu grunar hryðjuverk – einn látinn og margir slasaðir

Ók á hóp fólks og stakk lögregluþjón – Bein útsending Sky

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku lögegluna grunar að um hryðjuverk hafi verið að ræða þegar bifreið var ekið á vegfarendur við Westminster Bridge í London nú eftir hádegi. Staðfest er að einn er látinn og margir slasaðir, þar af nokkrir alvarlega.

Það var á þriðja tímanum í dag sem vopnaðir lögreglumenn skutu mann við breska þinghúsið. Skömmu áður hafði bifreið verið ekið á hóp fólks á Westminster-brúnni – talið er að um sama mann hafi verið að ræða í báðum tilvikum, en ekki virðist liggja fyrir hvort fleiri hafi verið að verki.

Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur voru meðal þeirra sem ekið var á. Mail Online greinir frá því að vegfarendur hafi séð karlmann, mögulega á fimmtugsaldri og af asískum uppruna, aka bifreið sinni á grindverk við þinghúsið. Hann yfirgaf svo bifreiðina, stökk yfir girðingu og hljóp upp að þinghúsinu með hníf í hönd. Maðurinn er sagður hafa stungið lögregluþjón áður en hann var skotinn.

Sprengjusveit bresku lögreglunnar var kölluð á vettvang eftir að grunsamlegur pakki fannst í bifreiðinni. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju hafi verið að ræða.

Scotland Yard segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk þar til annað kemur í ljós. Í dag er ár liðið síðan hryðjuverkamenn gerðu árás í Brussel, höfuðborg Belgíu, með þeim afleiðingum að rúmlega þrjátíu manns létust.

Frétt uppfærð klukkan 17.05

Staðfest er að tveir eru látnir og margir særðir, þar á meðal er kona sem fannst á lífi í ánni Thames.

Hér má horfa á beina útsendingu Sky News:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun