fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

„Viljum við eiga þetta met?“

Hvergi í heiminum hefur húsnæðisverð hækkað meira en á Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. mars 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðisverð í heiminum hefur hvergi hækkað meira en á Íslandi undanfarin misseri. Hækkunin frá fjórða ársfjórðungi 2015 til loka fjórða ársfjórðungs 2016 nam 14,7 prósentum. Þetta er samkvæmt Knight Frank-húsnæðisvísitölunni fyrir árið 2016 sem birtist á dögunum.
Það var hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson sem vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í morgun:

Efst í fyrsta skipti

Í skýrslunni kemur fram að Ísland sé nú í efsta sæti listans í fyrsta skipti frá því að hann hóf göngu sína árið 2006. Þá tólf mánuði sem listinn tekur til hækkaði húsnæðisverð um tæp 15 prósent hér á landi, en þar á eftir koma Nýja-Sjáland (12,7%), Malta (12,4%), Kanada (12,3%), Tyrkland (12,2%) og Litháen (11,6%). Hér má sjá skýrsluna í heild.

Haldið áfram að hækka

Hafa ber í huga að það sem af er þessu ári hefur húsnæðisverð á Íslandi haldið áfram að hækka. Í umfjöllun á vef Greiningar Íslandsbanka í lok febrúar kom fram að hækkunin síðustu tólf mánuði næmi 16 prósentum sem rímar við það sem fram kemur í skýrslunni.

Í skýrslunni kemur fram að húsnæðisverð á heimsvísu hafi hækkað um sex prósent að meðaltali, en árið 2015 nam hækkunin 4,1 prósenti. Þá segir að hækkunina á Íslandi megi rekja til betra efnahagsástands, aukins hagvaxtar og aukinnar eftirspurnar eftir húsnæði.

Einkenni þenslu

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gerir skýrslu Knight Frank að umtalsefni í bloggfærslu á Eyjunni, en yfirskrift pistilsins er: Viljum við eiga þetta met?
Þar vísar Egill í Twitter-færslu Ólafs og bætir við að húsnæðisverð hafi haldið áfram að hækka á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði. „Mikil spurning hvort við kærum okkur um að eiga þetta met?,“ spyr Egill.

Í áðurnefndum pistli á vef Greiningar Íslandsbanka kom fram að íbúðamarkaðurinn hér á landi beri mörg einkenni þenslu. „Fyrir utan mikla hækkun á íbúðaverði hefur heildarfjöldi íbúða á söluskrá ekki verið minni svo langt sem gögn Þjóðskrár Íslands ná. Undir lok síðastliðins árs voru 920 íbúðir auglýstar til sölu, en þeim hafði þá fækkað um 35% frá lokum árs 2015. Einnig mældist meðalsölutími íbúða 1,6 mánuðir í lok síðastliðins árs og er það lægsti meðalsölutími sem mælst hefur síðan mælingar á þeim þætti hófust í ágúst 2006.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Í gær

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum