fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Hóta að setja eitur í matvörur frá dönskum framleiðendum – Krefjast 300.000 evra fyrir að gera það ekki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan rannsakar nú hótanir sem nokkur dönsk matvælafyrirtæki hafa fengið að undanförnu. Fyrirtækin hafa fengið bréf, með óþekktu dufti í, með hótunum um að eitur verði sett í vörur þeirra í stórmörkuðum ef þau greiða ekki 300.000 evrur í rafmyntinni Bitcoin.

TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að embætti ríkislögreglustjórans hafi staðfest að það vinni nú að rannsókn margra svona mála. Einnig staðfesti lögreglan að um efni, sem er hættulegt heilsu fólks, sé að ræða. Uffe Stormly, lögreglufulltrúi, sagði að mikil vinna sé lögð í rannsókn málsins, bæði innanlands og utan.

Bréfin voru send frá Belgíu og hafa þarlend yfirvöld staðfest að þau vinni að rannsóknum á þessum bréfasendingum í samvinnu við lögregluyfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum. Belgísk yfirvöld segja að hótunarbréf hafi verið send til minnst 10 Evrópuríkja.

Þann 7. apríl fengu ítölsku fyrirtækin Lavazza og Vergnano, sem framleiða kaffi, Balocco, kökugerðarfyrirtæki, og súkkulaðiframleiðandinn Ferrero svona bréf. Í þeim var grænt duft og hótunarbréf. Einnig fengu fleiri fyrirtæki svona bréf, þar á meðal í Belgíu, Hollandi, Sviss, Danmörku, Austurríki, Þýskalandi, Bretlandi og Svíþjóð.

Eftir málgreiningu hefur ítalska lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að bréfin eigi líklega rætur að rekja til Gent í Belgíu. Danska lögreglan segir mjög litlar líkur á að sendandi eða sendendur bréfanna láti verða af hótunum sínum en yfirvöld séu á varðbergi vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru