fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Leikari úr Trainspotting skotinn til bana

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoski leikarinn Bradley Welsh, sem meðal annars lék í Trainspotting 2, var skotinn til bana í heimaborg sinni, Edinborg, í morgun.

Welsh var líklega þekktari sem boxari en leikari á Bretlandseyjum. Hann var atvinnumaður um tíma og ABA-meistari í sínum þyngdarflokki. Welsh lék glæpamanninn Doyle í Trainspotting 2 sem kom út árið 2017 en hann hafði einnig komið fram í öðrum minni hlutverkum áður, til dæmis Danny Dyer‘s Deadliest Men.

Welsh fannst látinn í stigahúsi húss í Edinborg en þar átti Welsh hnefaleikaklúbb. Hann hafði verið skotinn og rannskar lögregla andlát hans sem morð. Lögregla hefur þó veitt fáar upplýsingar þessu til viðbótar.

Welsh átti um margt merkilega sögu en hann var ungur þegar hann leiddist inn á braut afbrota. Hann sat meðal annars inni fyrir rán. Welsh sagði í viðtölum síðar að boxið hafi hjálpað honum á rétta braut og ekki síst hnefaleikaklúbburinn sem hann stofnaði, Holyrood Boxing Gym. Þar leiðbeindi hann ungum drengjum og mönnum sem höfðu villst af réttri braut í lífinu.

Irvine Welsh, höfundur bókarinnar Trainspotting, sem fyrsta myndin var byggð á, þekkti vel til Welsh. Hann minntist hans á samfélagsmiðlum í dag. „Nú kveð ég ótrúlegan og fallegan vin. Takk fyrir að gera mig að betri manneskju og hjálpa mér að sjá heiminn í jákvæðara ljósi.“

Hér að neðan má sjá Welsh í Trainspotting 2:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu