fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Khloé Kardashian er búin að breyta nafninu sínu

Kristín Clausen
Laugardaginn 11. febrúar 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Khloé Kardashian heitir ekki lengur Khloé Odom Kardashian. Í vikunni fékk raunveruleikastjarnan nýtt vegabréf og ökuskírteini þar sem hún heitir einfaldlega Khloé Kardashian. Þar með ber hún ekki lengur eftirnafn fyrrverandi eignmanns síns Llamar Odom.

Khloé og Llamar eiga skrautlegt hjónaband að baki en lögskilnaður þeirra gekk formlega í gegn í október 2016. Í tilefni þess að Khloé fékk nýtt ökuskírteini lét aðstoðarkona hennar baka köku með mynd af ökuskírteininu.

Khloé og Lamar giftu sig árið 2009. Khloé sótti fyrst um skilnað í lok ársins 2013 vegna framhjáhalds og eiturlyfjanotkunar Lamar en það gekk illa að ná þeim skilnaði í gegn. Lamar lét sig reglulega hverfa í einhvern tíma, vildi ekki skrifa undir pappírana og var á slæmum stað í lífinu.

Eins og sjá má á myndinni er aðstoðarkona Khloé með góðan húmor
Khloé Kardashian Eins og sjá má á myndinni er aðstoðarkona Khloé með góðan húmor

Í október árið 2015 hætti Khloé þó við skilnaðinn eftir að Lamar fannst meðvitundarlaus á vændishúsi. Hann var í dái í fjóra daga og var vart hugað líf og tók því Khloé allar ákvarðanir er tengdust umönnun hans, enda skráð eiginkona hans. Svo virðist sem Khloé ætlaði að taka eignmann sinn til baka eftir atvikið en þegar hann tók upp fyrri hegðun lét hún hann endanlega flakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“