fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Brúðkaupskynning í Kúnígúnd

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 08:00

Royal Copenhagen matarstell.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 27. apríl verður haldin glæsileg brúðkaupskynning í Kúnígúnd í Kringlunni frá klukkan 13.00 til 17.00.

Segja má að brúðkaupskynningin sé orðin að árlegum viðburði á vegum Kúnígúnd þar sem brúðhjónum er boðið að koma og kynna sér allt það helsta sem snýr að lokaundirbúningnum fyrir stóra daginn.

Kúnígúnd býður upp á samsetningu gjafalista fyrir brúðhjón, sem fer vaxandi í vinsældum, og býður inneign fyrir 15% af heildarupphæð þess sem verslað er fyrir af listanum.

Á brúðkaupskynningunni fær Kúnígúnd til sín góða gesti úr ýmsum áttum. Til dæmis verða glæsilegar brúðartertur til sýnis og boðið upp á kökusmakk frá 17 sortum, þá verður skartgripaverslun Jens með fulltrúa sem sýnir það helsta í brúðarskartinu. M.a. glæsilegt skart frá Georg Jensen en Georg Jensen heimilisvörurnar hafa lengi verið fáanlegar í Kúnígúnd. Þá mun Blómagallerý sýna það vinsælasta í blómaskreytingum fyrir brúðkaupið og boðið verður upp á vínráðgjöf svo brúðhjón geti kynnt sér hvað hentar með matnum sem þau hafa valið í veisluna.

Happdrætti og uppdekkað borð eftir Tobbu Marinós

Gestir geta svo sótt sér innblástur og skoðað uppdekkað borð eftir Tobbu Marinós en hún hefur sett saman borð með fallegum borðbúnaði frá Kúnígúnd, allt frá dúkum og munnþurkum yfir í matarstell og hnífapör. Tobba hefur einnig tekið saman hugmyndir að flottum brúðargjöfum sem fást í Kúnígúnd svo gestir geta sótt innblástur hvort sem er fyrir sinn eigin gjafalista eða sem brúðkaupsgestir.

Tobba Marinós.

Einnig verður happdrætti fyrir brúðhjón sem mæta á staðinn og stofna brúðargjafalista samdægurs en brúðhjónin geta unnið glæsilegan hágæða steypujárnspott frá Le Creuset sem er sannkölluð lífstíðareign.

Í Kúnígúnd fæst mikið úrval af vönduðum borðbúnaði. Má þar helst nefna matarstellin frá Royal Copenhagen sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Einnig fæst þar mikið úrval af matarstellum frá Villeroy & Boch og Rosendahl ásamt fleirum.

Fallegt stell fyrir brúðhjón.

Glös eru nauðsynleg á veisluborðið og það er úr mörgu að velja í Kúnígúnd. Erik Bagger glösin vinsælu fást í mörgum stærðum og gerðum í Kúnígúnd ásamt vönduðum glösum frá Rosendahl, Georg Jensen, Home og fleira.

Brúðkaupskynning Kúnígúnd er því kjörið tækifæri til þess að kynna sér allt það helsta sem snýr að lokaskrefum í brúðkaupsundirbúningi; kökum, vali á blómum, skarti og brúðargjafalistum sem auðvelda brúðkaupsgestum lífið svo um munar þegar kemur að valinu á réttu brúðargjöfinni. Starfsfólk Kúnígúnd er stútfullt af sérþekkingu á sínum vörum og hjálpar brúðhjónum að setja upp hinn fullkomna brúðargjafalista fyrir þeirra framtíðarheimili.

Það er hægt að skrá sig á Facebook-viðburðinn á Facebook: Kúnígúnd 

Brúðargjafalista Kúnígúnd má kynna sér betur á vefsíðunni kunigund.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum