fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Ógeð í fangelsinu: Maðkar og mýs á morgunverðarborðinu

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem sparnaður við viðhald fangelsa í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafi komið niður á ástandi þeirra. Fangi einn hefur stefnt fangelsisyfirvöldum í Kaliforníu – hann telur að aðstæðurnar í fangelsinu sem hann dvelur í séu hreinlega óboðlegar. Ef allt er satt og rétt sem fram kemur í stefnunni hefur fanginn mikið til síns máls.

Í frétt AP kemur fram að dæmi séu um að maðkar og mýs hafi dottið úr loftum umrædds fangelsis og lent á borðum þar sem fangarnir borða morgunmat og kvöldmat. Þá mýglekur þak fangelsisins og á því eru stór göt. Fugladrit er meðal annars á veggjum. Mygla hefur gert vart við sig í mörgum fangelsum í Kaliforníu.

Í stefnunni kemur fram að yfirvöld hafi látið undir höfuð leggjast að ráðast í nauðsynlegar úrbætur. Yfirvöld í Kaliforníu hafa eyrnamerkt 260 milljónir dala á næstu fjórum árum sem fara í viðhald fangelsa í ríkinu. Talið er að þessi upphæð muni duga skammt því talið er að um einn milljarð dala þurfi í verkefnið. Í stefnunni er kallað eftir því að ráðist verði í aðgerðir strax.

Í stefnunni kemur fram að í tvígang, í apríl 2018, hafi mýs dottið úr loftum og lent á borðum þar sem fangar borðuðu matinn sinn. Í október síðastliðnum datt maðkur úr loftinu og lenti á matarbakkanum hans. Fangavörður sagði fanganum, Marvin Dominguez, einfaldlega að setjast við annað borð þegar Marvin kvartaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru