fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Edda Sif rýfur þögnina: „Keppnin um að móðgast mest er í fullum gangi“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 09:00

Edda Sif Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Edda Sif Pálsdóttir olli miku fjaðrafoki á dögunum vegna myndar sem hún birti á Instagram. Umrædd mynd var af vinnustað hennar, útvarpshúsinu við Efstaleiti, með áletruninni „Helgarfrí eru bara fyrir homma og kellingar“.

Í kjölfar þessarar birtingar fékk Edda á baukinn á samfélagsmiðlum og var mörgum ekki skemmt. Roal Viðar Eyvindsson, framkvæmdastjóri vefritsins GayIceland, var þar á meðal og sagði að ummæli Eddu á Instagram fengi algera falleinkunn.


Skúli Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, lagði orð í belg um málið í grein á Visir.is í dag og bendir á að konur og samkynhneigðir hafi þurft að auðsýna mikið hugrekki í réttindabaráttu sinni í gegnum árin.

Sjá einnig: Prestur í Neskirkju ósáttur við Eddu Sif: „Einhvern tíma þótti fyndið að taka svona til orða“

Nú hefur Edda Sif rofið þögnina og svarað fyrir sig á Twitter-síðu sinni. Í færslu sinni deilir hún grein Skúla og telur höfundinn ekki hafa náð brandaranum. Þar segir hún: „Pælið í því ef einhver myndi taka kaldhæðnisgrín sem var ætlað vinum ykkar, kalla það yfirlýsingu, snúa út úr því og skrifa um það grein!“

Í greininni „Hommar og kellingar“ segir Skúli meðal annars:

„Það hefði svo sem ekki verið ástæða til að teygja meira á umræðunni um téð orð Eddu Sifjar, hún ætti að hafa runnið sitt skeið. Þó má fullyrða að orðalag sem þetta, sé hluti af því sem undirokaðir hópar hafa þurft að berjast gegn. Það má svo alveg vekja athygli á því að þetta er ekki besta dæmið um fólkið sem tekur sér helgarfrí! Það mætti þvert á móti halda að hommar og kellingar hafi ekki unnað sér hvíldar, allt frá þeim árum þegar það þótti sniðugt að tala með niðrandi hætti um þessa hópa.“

Edda gagnrýnir orð Skúla og bætir við: „Takk annars fyrir útskýringuna kæri maður á því hvernig er að vera kona. Sem var einmitt ekki í helgarfríi, það var grínið.“

Sjá einnig: Elmar tekur upp hanskann fyrir Eddu Sif

Ýmsar stuðningsraddir í garð Eddu fylgja þræði hennar, en rithöfundurinn Stefán Máni segir pistil Skúla vera „tilefni í aðra svona „málefnalega“ grein.“ Svona týpur mega svo fokka sér.“

Neðangreindur Twitter-notandi veitir engan afslátt og telur þjóðfélagið sigla í það að verða sorglegt. „Keppnin um að móðgast mest er í fullum gangi,“ segir Björn Steinarsson.

Hins vegar tóku ekki allir undir orð fjölmiðlakonunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun