fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Hvað er að gerast á Spáni? – Utanríkisráðherra Katalóníu staddur á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núverandi utanríkisráðherra Katalóníu Alfred Bosch er komin til landsins til að ávarpa Íslendinga og greina frá því ofbeldi og ógn sem steðjar að þjóð hans af hendi Spánverja vegna sjálfstæðisbaráttu Katalóníu. Hann mun halda erindi í Safnahúsinu á Hverfisgötu, ásamt Elisenda Casanas prófessor við Edinborgarháskóla á morgun laugardag klukkan 12.

Yfirskrift fundarins er „Hvað er að gerast í Katalóníu?“ og er hann opinn öllum. Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra.

Ómannúðleg meðferð

Viðbrögð ríkisstjórnar Spánar við sjálfstæðisbaráttu íbúa Katalóníu er sögð yfirdrifin og öfgafull. Dolors Bassa er til dæmis ein þeirra tíu þingmanna katalónska þingsins sem hafa setið yfir 400 daga í fangelsi á Spáni fyrir að skipuleggja atkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt Katalónsku þjóðarinnar. Er hún ákærð fyrir ofbeldisfulla uppreisn og fer spænska ríkið fram á 17 ára fangelsi.

Fangelsin þar sem þingmennirnir eru hafðir í haldi er engin Kvíabryggja, þau eru rammgerð og hýsa hættulegustu glæpamenn Spánar. Klefarnir eru u.þ.b 6 fermetrar, þar sem borð, stóll og skrifborð eru steypt ofan í gólfið og 200 kílóa járnhurð sér um að halda þeim inni 18 klst. á dag. Heimsóknartíminn með ástvinum er 90 mínútur á mánuði.

Réttarhöldin yfir Bassa og kollegum hennar hófust nýlega í Madrid. Réttarhöldin munu taka að hið minnsta fjóra mánuði og verður sakborningunum gert að sitja þar og hlusta á 600 vitni ákæruvaldsins þangað til yfir líkur. Eru þau flutt á milli fangelsis og dómshús í þröngum gluggalausum búrum kl. sjö á hverjum morgni og í fangelsið aftur kl. 22:00, og tekur ferðalagið klukkustund hvora leið. Meðferðin er sögð ómannúðleg og vísvitandi notuð af yfirvöldum á Spáni til að berja niður baráttuþrek og aldagamla sjálfstæðisdrauma katalónsku þjóðarinnar.

Samhengið útskýrt

Guðmundur Arngrímsson hefur látið sig málefni Katalóníu varða og skrifar grein í Morgunblaðið í dag hvar hann segir mikilvægt að samhengi málsins sé skýrt fyrir lýðræðissinnum:

„Sendi­herra Spán­ar rétt­lætti ný­lega fang­els­un, hand­tök­ur og hand­töku­skip­an­ir á lýðræðis­lega kjörn­um þing­mönn­um og for­mönn­um fé­laga­sam­taka, sem og fang­els­un þing­for­seta þjóðþings Katalón­íu ásamt því að rétt­læta ákær­ur gegn emb­ætt­is­mönn­um þar í landi. Hún vísaði á sama tíma til þess að eng­inn skyldi velkj­ast vafa um að Spánn væri enn lýðræðis­ríki og óþarfi að skipta sér af fram­göngu stjórn­valda þar gagn­vart stjórn­mála­mönn­um og borg­ur­um sem berj­ast fyr­ir póli­tísk­um skoðunum sín­um. Margt sem fram kem­ur í grein henn­ar ætti að hringja viðvör­un­ar­bjöll­um hjá lýðræðis­sinn­um. Mik­il­vægt er að sam­hengið sé út­skýrt fyr­ir les­end­um og Íslend­ing­um öll­um, því við get­um haft áhrif með af­stöðu okk­ar á alþjóðavett­vangi og skipt­ir þá miklu máli að við þekkj­um mála­vöxtu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu