fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Kynning

Srekk: Elskulegt en andfélagslegt tröll í Iðnó

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn óviðjafnanlegi Srekk bregður á leik á leikhúsfjölum Iðnó í fyrsta skipti á Íslandi! Leikfélagið Fúría, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, stendur fyrir uppsetningu þessa margrómaða söngleiks og hefur æft stíft síðan í byrjun janúar. DV tók Rakel Svavarsdóttur, formann leikfélagsins, tali og spurði hana spjörunum úr um þessa skemmtilegu uppsetningu.

Grísirnir þrír.

Skemmtileg og fyndin sýning

Srekk þekkja velflestir teiknimyndaunnendur, en um er að ræða hið elskulega og andfélagslega græna tröll sem Disney gerði víðfrægt ekki alls fyrir löngu. „Söngleikurinn Shrek var fyrst settur upp á Broadway árið 2008 og fékk frábæra dóma. Þetta er líka svo ótrúlega skemmtileg sýning, fyndin og lögin eru frábær,“ segir Rakel.


„Ég held að þetta sé met“

Það hefur greinilega verið mikil eftirvænting eftir þessari sýningu því það tók ekki nema tvo daga að seljast upp á frumsýninguna. „Ég held að þetta sé met. Það hefur yfirleitt selst upp á frumsýningarnar okkar, en aldrei svona ótrúlega hratt,“ segir Rakel.

Tröllið leggur í hættuför

„Við fengum Agnesi Wild til þess að leikstýra okkur í ár, en hún var líka með okkur í fyrra þegar við settum upp Legally Blonde. Við vorum í vandræðum með að velja leikverk til þess að setja upp í ár og Agnes kynnti fyrir okkur Srekk, sem er að hennar sögn, uppáhaldssöngleikurinn hennar. Þegar við í stjórn leikfélagsins ákváðum loks að setja upp þetta krefjandi verk þá sáum við fram á að það færi mikið púður í leikmynd og búningahönnun. Því fengum við sviðs- og búningahönnuðinn Evu Björg Harðardóttur til liðs við okkur og við erum ótrúlega sátt við útkomuna.

Það er svo ótrúlega mikið af skemmtilegum karakterum í þessu verki, sérstaklega allar þessar ævintýrapersónur sem Farquad lávarður sendir í útlegð í mýrina til Srekks. En það er einmitt þá sem sagan byrjar og Srekk neyðist til þess að halda í hættuför með óþolandi asna til þess að bjarga prinessu í sjálfsmyndarvanda úr klóm dreka. Agnes þýddi svo verkið og söngtextana ásamt söngstýrunni okkar, Sigrúnu Harðardóttur. Þó að við séum flest góðir söngvarar þá er Sigrún alger snillingur og hefur gert fyrsta flokks „performera“ úr okkur öllum.“

Að mörgu að huga

Leikararnir 29 fá allir að láta ljós sitt skína á sviðinu en það eru alls um 65 nemendur í skólanum sem koma að sýningunni. „Við erum með förðunar-, leikmynda-, hár- og búningateymi sem sér um að allt gangi smurt fyrir sig á bak við tjöldin. Svo er markaðsteymi og fleira. Það er margt sem þarf að gera þegar kemur að svona stórri sýningu.“

Húmor fyrir alla

Söngleikurinn Srekk er sannkölluð fjölskyldusýning þar sem húmorinn ræður ríkjum og gert er stólpagrín að ýmsum ævintýrum og persónum. „Það er mjög sniðugt að taka börnin með sér á sýninguna, því þau hafa mjög gaman af henni. En svo er líka fullt af gríni þarna sem fullorða fólkið skilur töluvert betur en börnin. Þetta er því sýning sem hentar í raun öllum aldurshópum,“ segir Rakel.

 

Nældu þér í miða á kedjan.is/midasala

Uppsetningin fer fram í Iðnó, Vonarstræti 3, við Tjörnina, 101 Reykjavík.

Næstu sýningar eru:

10. mars kl. 20:00

13.  mars kl. 20:00

17. mars kl. 20:00

21. mars kl. 20:00

23. mars kl. 13:00

24. mars kl. 20:00

28. mars kl. 20:00

31 mars kl. 13:00

5. apríl: Lokasýning.  kl. 20.00

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum