fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Kona Jóns Gnarr kom honum á óvart: „Mér brá svo mikið að ég var í hálfgerðu sjokki“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 2. janúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gærdagurinn var merkilegur dagur í mínu lífi. Við hjónin vorum að fara í matarboð í hádeginu en þurftum að koma fyrst við í Ljósmyndaskólanum þar sem stóð yfir útskriftarathöfn, og þar ætlaði Frosti (Gnarr) okkar að fá bílinn lánaðan. Fyrir utan skólann hittum við Sigurjón Kjartansson en sonur hans hafði verið við nám í skólanum. Ég var því algjörlega klúless þegar ég labbaði innum dyrnar og hópur fólks æpti: SÖRPRÆS!“

Þannig lýsir Jón Gnarr fimmtugsafmæli sínu en Jón á afmæli þann 2. janúar, á vörutalningardeginum eins og Jón hefur kallað afmælisdaginn sinn. Gærdagurinn var þó mun ánægjulegri en afmælisdagar Jóns í æsku eins og hann hefur lýst þeim á sviði. Þá heldur Jón mikla lofræðu um konu sína Jóhönnu Jóhannsdóttur sem í daglegu tali er kölluð Jóga og segir hana vera bæði sálufélaga og stuðningsfulltrúa hans.

Jón Gnarr gerir afmælisdeginum skil á Facebook:

„Jóga mín hafði skipulagt þetta vegna fimmtugsafmælisins míns á morgun. Þetta var líka afmælisveisla fyrir Frosta sem varð þrítugur fyrir nokkrum dögum. Og líka fyrir Fálka litla afastrák sem á einmitt sitt fyrsta afmæli á morgun, fæddur sama dag og ég. Mér brá svo mikið að ég var í hálfgerðu sjokki. En ég jafnaði mig fljótt að vera með öllu þessu yndislega fólki sem eru vinir mínir og fjölskylda. Takk allir sem komu og glöddust með okkur. Það var dásamlegt að vera með ykkur.“

Jóga starfar sem nuddari. Jón og Jóga vinna þétt saman og eru mjög náin. Í viðtali við DV árið 2014 sagði Jón:

„Við reynum að bakka hvort annað upp, bæta hvort annað upp. Það hefur aldrei verið þannig að hún sé í sínu og ég í mínu. Ég og Jóga gerum þetta saman. Þess vegna erum við saman. Það er alltaf hætta á því að hún fari í sitt og ég fari í mitt. Hún á sinn þátt í starfi mínu í borginni … „

Jón segir í Facebook-færslu sinni að hann sé líklega best gifti maðurinn á Íslandi en í gær fögnuðu hjónin einnig 13 ára brúðkaupsafmæli.

„Mitt hjónaband er mín mesta gæfa í lífinu. Án Jógu væri ég svo tíndur. Ég ku vera Íslandsmeistari í athyglisbresti. Ég er að auki með einhverja ógreinda bresti að auki og svo sérkennilegt mígreni sem hefur furðulegustu einkenni. Menn eins og ég fara yfirleitt tómar villigötur ef þeir hafa engan til að halda í hendina á. Við grínumst stundum með að hún sé stuðningsfulltrúi minn. Hún er það. En hún er líka sálufélagi minn og besti vinur. Og vinnufélagi. Og magnaðasta manneskja sem ég hef nokkurn tíman hitt, lesið eða heyrt um,“ segir Jón og bætir við:

„Það er bara þannig. Ég held að ég sé ekki bara best gifti maður á Íslandi heldur jafnvel í öllum heiminum. Elsku duglega, klára, fallega og skemmtilega kraftaverkakonan mín. Takk fyrir öll árin og hlakka mikið til að halda áfram að hlæja, vaxa og þroskast með þér og vera þér þinn besti vinur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?