fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Matur

Gleðifréttir – Það er hægt að búa til marengs á ketó-kúrnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 15:00

Bestu fréttir dagsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ansi margir sem fylgja ketó-mataræðinu þessa dagana, þar sem allur sykur er bannaður og kolvetni í lágmarki. Því erum við spennt að segja ykkur frá því að það er hægt að búa til ketó-vænan marengs – og hér er uppskriftin.

Ketó-marengs

Hráefni:

4 eggjahvítur við stofuhita
6 msk. sæta í duftformi (Swerve, erythritol eða önnur sæta)
½ tsk. vanilludropar
¼ tsk. cream of tartar
1/8 tsk. salt

Aðferð:

Hitið ofninn í 120°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur. Takið til tandurhreina skál, helst úr gleri eða stáli, og setjið öll hráefni í skálina. Þeytið þar til blandan verður stíf (þó ekki stífþeytt) og glansandi. Búið til tvo stóra hringi úr deiginu á ofnplötunum eða 20 til 24 smákökur. Bakið í 18 til 20 mínútur. Lækkið hitann á ofninum í 95°C og bakið í 18 til 20 mínútur til viðbótar. Slökkvið á ofninum, opnið ofnhurðina og leyfið marengsinum að kólna inni í ofninum í að minnsta kosti 2 klukkustundir. Njótið með þeyttum rjóma eða eitt og sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“