fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Madonna sló í gegn í Carpool Karaoke hjá James Corden

Hefur engu gleymt og lét uppi nokkur persónuleg leyndarmál

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 8. desember 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Madonna var sérstakur gestur spjallþáttastjórnandans James Corden í vikunni en í þættinum hans The Late Late Show fer Corden með heimsþekktar stjörnur í bíltúr, syngur með þeim í bílnum og reynir að lokka þær á trúnó.

Madonna sló heldur betur í gegn í innslaginu. Á milli þess sem hún söng mörg af sínum þekktustu lögum tjáði hún Corden að það sem skipti mestu máli þegar kemur að því að velja sér maka sé að viðkomandi sé fyndinn og með góðan húmor.

Þá játaði hún að hafa farið í sleik við Michael Jackson. Hún viðurkenndi sömuleiðis að hafa átt frumkvæðið þar sem Jackson hefði verið mjög feiminn. Henni hafi þó tekist að láta hann slaka á með því að gefa honum hvítvín.

Hér má sjá þetta stórskemmtilega innslag.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Sx2PfL2ekTY&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig