fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Íslenskur fíkniefnasali tilkynnti svikulan viðskiptavin til lögreglu

Auður Ösp
Föstudaginn 2. desember 2016 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í maí síðastliðnum að einstaklingur leitaði til lögreglunnar á Akureyri og tilkynnti hótanir um barsmíðar af hálfu manns, sem jafnframt reyndist vera svikull viðskiptavinur. Það sem gerir málið nokkuð sérstakt er að söluvaran var 20 grömm af maríjúana. Vísir greinir frá þessu.

Forsaga málsins er sú að fíkniefnasalinn kom á heimili viðskiptavinarins og hugðist selja honum efnið. Neitaði viðskiptavinurinn að borga, en í þess í stað hrakti hann fíkniefnasalann á brott með hótunum um barsmíðar. Leitaði þá fíkiefnasalinn til lögreglu og tilkynnti málið.

Var í kjölfarið gerð húsleit hjá umræddum viðskiptavini, sem var þar staddur ásamt öðrum manni. Við húsleitina fannst umrætt efni, auk þess sem þar fundust ofskynjunarsveppir og kannabisplöntur. Þeir félagar eru nú ákærðir fyrir fikniefnalagabrot, og þá er viðskiptavinurinn umræddi ákærður fyrir hótanir í garð fíkniefnasalans.

Á meðan er fíkniefnasalinn ákærður fyrir sölu á maríjúna, sem hann hugðist selja viðskiptavininum á 75 þúsund krónur. Hann er jafnframt grunaður um að hafa áður hagnast á sölu fíkniefna.

Þá kemur fram á vef Vísir að málið verði tekið fyrir í hérðasdómi Norðurlands eystra á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi