fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Óvænt tíðindi í máli Jayme Closs sem var haldið fanginni í 88 daga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. janúar 2019 07:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. október síðastliðinn var Jayme Closs, 13 ára, rænt af heimili sínu í Barron í Wisconsin í Bandaríkjunum. Mannræninginn, Jake Patterson, réðst inn á heimili fjölskyldunnar um miðja nótt og skaut foreldra Jayme til bana og hafði hana á brott með sér.

Hér er hægt að lesa umfjöllun DV um ákvörðun Patterson um að ræna Jayme og atburðarásina þessa örlagaríku nótt.

Mikil leit fór fram að Jayme en lögreglan hafði á litlu sem engu að byggja við rannsókn málsins. Alríkislögreglan FBI hét 25.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Jayme fyndist. Matvælafyrirtækið Hormel Foods, þar sem foreldrar hennar störfuðu, tvöfaldaði upphæðina svo 50.000 dollurum var heitið í verðlaun.

Hún náði síðan að strjúka úr haldi Patterson þann 10. janúar eftir að hafa verið í haldi í 88 daga. Hér er hægt að lesa umfjöllun DV um fangavistina og sjá myndir af þeim aðstæðum sem Jayme þurfti að búa við.

Nú hefur Hormel Foods ákveðið að greiða Jayme þá 25.000 dollara sem fyrirtækið hét í verðlaun fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að hún fyndist. Nágrannar Patterson, sem hjálpuðu Jayme og höfðu samband við lögregluna eftir að hún strauk úr haldi, hafa einnig lýst því yfir að þeir telji að Jayme eigi sjálf að fá peningana. Nágrannarnir, Peter og Kristin Kasinskas, sögðu í samtali við CNN að þau vilji ekki fá verðlaunaféð, Jayme eigi að fá það því hún hafi sjálf sloppið úr haldi Patterson.

FBI hefur ekki enn skýrt frá hvort stofnunin muni greiða þau verðlaun sem hún hét. BBC skýrir frá þessu.

Í tilkynningu frá stjórnarformanni Hormel Foods, Jim Snee, segir að hugrekki Jayme og styrkur hafi veitt starfsfólki fyrirtækisins innblástur. Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem eigi að aðstoða Jayme við að uppfylla þarfir hennar nú og í framtíðinni.

Hér er hægt að lesa fyrstu frétt DV um hvarf Jayme og morðin á foreldrum hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn