fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Hemmi Gunn hefði orðið sjötugur í dag: Jóhann vill að 9. desember verði dagur hressleikans

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. desember 2016 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ómar Ragnarsson fékk dag náttúrunnar sem var verðskuldað, Jónas Hallgrímsson dag íslenskrar tungu. Það þarf að vera dagur almenns hressleika og léttleika, hvað þá í skammdeginu. Ég gat ekki ímyndað mér að neinn betri ætti þennan dag,“ sagði Jóhann Örn Ólafsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, í Bítinu í morgun.

Jóhann setti athyglisverða færslu inn á Facebook í gær þar sem hann lagði það til að fæðingardagur Hemma, 9. desember, yrði dagur hressleika og stressleysis. Þessi hugmynd fékk góðan hljómgrunn en Hermann, sem varð bráðkvaddur sumarið 2013, hefði orðið sjötugur í dag. Hermann var þekktur fyrir léttleika og einstaka skapgerð sem fleytti honum langt og gerði hann að einum ástsælasta skemmtikrafti þjóðarinnar.

Í færslunni sagði Jóhann: „Á morgun, 9. desember verður í fyrsta sinn haldinn, „Verum hress og ekkert stress„ dagurinn. Hann gengur út á hressleika og stressleysi, mikinn hlátur og almennan fíflagang. Hverjum og einum er í lófa lagt hvernig dagurinn er látinn líða en aðalatriðið að hafa þessa þekktu kveðju efst í huga.
Ætlunin er að halda „Verum hress og ekkert stress„ daginn hátíðlegan 9. desember ár hvert. Hemmi Gunn fæddist 9. desember 1946 og hefði því orðið 70 ára á morgun. Allir með!“

Þegar þetta er skrifað hafa tæplega fjögur hundruð manns „lækað“ færsluna og þá hefur fjöldi fólks deilt henni. Jóhann ræddi hugmyndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þangað var einnig mættur HAlldór Einarsson, betur þekktur sem Henson. Halldóri lýst vel á hugmynd Jóhanns.

„Brilljant. Það hefur verið búinn til dagur einhvers málefni af minna tilefni,“ sagði Halldór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið