fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Róbert fær tólf milljónir í starfslokagreiðslur

Starfslokin kosta bæinn 13,5 milljónir króna

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. desember 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur, fær rétt rúmar tólf milljónir króna í starfslokagreiðslur eftir að honum var sagt upp störfum á dögunum. Alls kostaði uppsögnin 13,5 milljónir króna. Þetta kemur fram í fundargerð frá fundi bæjarstjórnar á þriðjudag.

Það var þann 9. nóvember síðastliðinn að greint var frá því að Róbert hefði samþykkt starfslokasamning við bæinn sem lagður var fram á aukafundi bæjarstjórnar þann 8. nóvember.

Ástæða þess að starfslokasamningurinn var lagður fram, mátti að sögn að hluta rekja til brottflutnings Róberts frá Grindavík. Þá má líka nefna að hann rataði í fréttir fyrir að hafa leigt út húsnæði bæjarins, sem hann hafði sjálfur afnot af vegna starfs síns, til ferðamanna, í gegn um Airbnb.

Róbert verður bæjarstjóri til 31. janúar 2017.

Alls kostuðu starfslokin 13,5 milljónir króna sem fyrr segir og skiptist kostnaðurinn svona, samkvæmt bókun bæjarráðs:

„Laun og launatengd gjöld 12.079.000 kr. og aðkeypt þjónusta 1.430.000 kr. Aðkeypt þjónusta sundurliðast þannig:
Auglýsingar kr. 265.000, lögfræðiráðgjöf kr. 665.000 og ráðgjöf við ráðningu kr. 500.000.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns