fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Brynjar hneykslaður: „Hneykslunargirni er komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. janúar 2019 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða um að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé yfirlýstur óvinur pólitíska rétttrúnaðarsamfélagsins, enda nokkuð gjarn á að hneykslast yfir hverskyns hneykslunargirni annarra í hinum ýmsu álitamálum, sem teljast til hneykslis.

Í dag segist Brynjar ekki ætla að tjá sig sérstaklega um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að setja nektarmálverk í geymslu, eftir að starfsmaður kvartaði yfir því síðasta sumar, hversu ósæmilegt það væri. Kom kvörtunin í kjölfar #metoo herferðarinnar.

Brynjar segir þó að engin þurfi lengur að bera ábyrgð á sjálfum sér og engin megi lengur upplifa óþægindi:

„Ekki ætla ég að tjá mig sérstaklega um stóra málverkamálið í Seðlabankanum. En það er bara eitt mál af mörgum af sama meiði, sem er að allir eigi að vera lausir við hvers kyns óþægindi. Börn eiga ekki að bera ábyrgð á hegðun sinni og aldrei upplifa vanlíðan. Fólk á ekki að bera nokkra ábyrgð á heilsu sinni og því má ekki segja við alltof feita fólkið að offita sé bæði skaðlegt fyrir það og skattgreiðendur. Aðeins neytendur nikótíns mega fá það óþvegið. Ég veit ekki hver ástæðan er, en þessi meðvirkni, viðkvæmni og hneykslunargirni er komin út fyrir öll eðlileg mörk myndi einhver segja.“

Sjá einnigNektarritskoðun fær harða útreið:„Hver kannast ekki við mánaðarlegar orgíur peningastefnunefndar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“