fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Færir sýrlenskum flóttabörnum átta milljónir króna

Auður Ösp
Föstudaginn 16. desember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er hreinasta yndisverk að safna fé og framlögum. Það hefur verið afskaplega gaman að vinna að þessu og við höfum gert gagn þótt þetta sé í raun bara öggulítill sjóður,“ segir Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur, fyrrum blaðamaður og stofnandi Fatímusjóðsins en hún millifærði fyrr í vikunni átta milljónir króna af söfnunarreikningi Fatímusjóðsins inn á reikning UNICEF. Upphæðin verður skólastyrkur fyrir sýrlensk börn í flóttamannabúðum í Jórdaníu, en Jóhanna bendir á að sýrlensk börn hafi skorað hátt í könnunum um læsi áður en stríð braust út í landinu.

Jóhanna er sérfræðingur í málefnum Mið- Austurlanda og skipulagði um árabil ferðir Íslendinga á framandi slóðir í Afríku, arabalöndum, Íran og víðar, við miklar vinsældir. Þá hafa þúsundir Íslendinga lesið bækur hennar frá þessum slóðum.

Eftir að hafa tekið við verðlaunum Hagþenkis fyrir bók sína Arabíukonur stofnaði Jóhanna Fatímusjóðinn, í febrúar 2005, og var markmiðið í upphafi að styrkja jemensk börn til að læra að lesa. Hún kveðst hafa kynnst því af eigin raun hvað þörfin var brýn, en sjóðurinn er rekin á frjálsum framlögum einstaklinga, auk þess sem fyrirtæki hafa lagt til hjálparhönd. Jóhanna er formaður sjóðsins og þá sitja í stjórn Rannveig, Guðmundsdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Hrafn Jökulsson og Ragný Guðjohnsen.

„Ég hafði oft ferðast um Arabalöndin og verið búsett meðal annars einn vetur í Jemen við arabískunám. Mér fannst hrikalegt að horfa upp á fátæktina þar og sjá hvað stór hópur barna fékk ekki að fara í skóla, einkum stúlkur. Þegar ég fékk þessi verðlaun ákvað ég að búa til lítinn sjóð til að styrkja stúlkur í skóla. Það gekk eftir og með hjálp vina minna í Vináttu og menningarfélagi Miðausturlanda fundum við samstarfsfólk í Jemen. Fyrsta árið styrktum við 37 stúlkur og síðan fjölgaði þeim næstu ár því undirtektar voru prýðilegar.

Síðasta árið styrktum við um 137 börn, stráka líka og einnig hjálpuðum við eldri konum sem enga fræðslu höfðu fengið í bernsku og komum á laggirnar fullorðinsfræðslu.“

Árið 2014 voru sýlenskir flóttamenn nágrannalandinu Jórdaníu orðnir um 140 þús, líkt og Jóhanna bendir á. „Við könnuðum málið, það er að segja að styrkja börnin í þessum flóttamannabúðum í skóla og fengum mikilvæga hjálp frá Stefaníu Khalifeh, ræðismanni í Jórdaníu. Hún kannaði málið og fór á fundi með fulltrúum UNICEF þar í landi. Síðan þá höfum við styrkt fjölda sýrlenskra barna sem annars hafa engin tækifæri,“ segir hún jafnframt en síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn lagt rúmlega 30 milljónir króna til starfsins.

Styrkurinn sem veittur var nú í vikunni er sá þriðji sem sjóðurinn veitir flóttabörnum í Jórdaníu en synir Jóhönnu, þeir Illugi og Hrafn Jökulssynir eru meðal þeirra sem hafa lagt starfi sjóðsins lið í gegnum tíðina. Þannig hefur Hrafn, sem er formaður Hróksins teflt maraþonskákir til styrktar sjóðnum auk þess em Illugi hefur safnað áheitum með maraþonhlaupi.

Sjóðurinn mun halda ötulu starfi sínu áfram. „Við höfum hugsað okkur að reyna að safna fyrir neyðaraðstoð fyrir Jemen, eða reyna það. Verkefnin eru ótal mörg og við sjóðskonur reynum að velja alltaf alvöruverkefni og fáum vitaskuld að fylgjast með hvernig gengur,“ segir Jóhanna en hún segir mikið af úrvals fólki í samstarfi við sjóðinn.

„Fatímusjóður hefur aldrei verið rukkaður fyrir neitt, ekki einu sinni kaffisopa handa okkur á stjórnarfundum! Allt fer út til hjálpar börnum í neyð og fjölskyldum þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Í gær

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu