fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Önnur kvikmynd um Facebook í vændum?

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn virti handritshöfundur Aaron Sorkin, sem skrifaði meðal annars verðlaunamyndina The Social Network, er klár í framhaldssögu af myndinni. Þetta kemur fram á fréttavefnum Associated Press en þar segir hann að sé alveg kominn tími á nýja sögu um þróun samfélagsmiðilsins Facebook og helstu aðstandendur á bak við hann.

Í kvikmyndinni The Social Network er fjallað um frumkvöðulinn Mark Zuckerberg, upprisu samskiptamiðilsins og lögsóknir í garð hans. Segir Sorkin að svo margt athugavert og forvitnilegt hafa gerst frá stofnun fyrirtækisins í lífi Zuckerbergs nóg svigrúm sé til að segja nýja sögu. Handritshöfundurinn er ekki einn á því og segir í samtali við ofannefnda fréttaveitu að kvikmyndaframleiðandinn Scott Rudin hjá Sony hafi oft beðið um nýja mynd.

Jesse Eisenberg fór með hlutverk Zuckerbergs í kvikmyndinni. Óvíst er enn hvort hann endurtaki leikinn.

The Social Network kom út árið 2010 og sló allsvakalega í gegn. Myndinni var leikstýrt af kvikmyndagerðarmanninum David Fincher (Se7en, Fight Club, Gone Girl og fleiri) og hlaut átta Óskarstilnefningar á sínum tíma, þar á meðal í flokki bestu kvikmyndar, besta leikstjóra og bestu kvikmyndatöku svo eitthvað sé nefnt.

Myndin vann þrjú verðlaun á þeirri hátíð, fyrir bestu frumsömdu tónlist, bestu klippingu og besta handrit sem byggt var á öðru efni. Einnig halaði inn myndin hátt í 230 milljónir Bandaríkjadali á heimsvísu og þykir það meira en næg ástæða að mati framleiðenda til að henda í eina framlengingu.

Sorkin kom fram í litlu hlutverki í kvikmyndinni frá 2010. Sorkin er þekktur fyrir að standa á bak við þætti á borð við The West Wing og The Newsroom, svo dæmi séu tekin.

Að svo stöddu eru engin smáatriði komin á hreint og ekki komið formlegt grænt ljós. Hins vegar hefur Sorkin talsvert áhrifavald og má segja að þátttaka hans og áhugi spili mikinn þátt í þróun nýrrar myndar.

Handritshöfundurinn hefur gefið í skyn að ýmislegt standi til boða í framhaldssögunni hvað skandala varðar; þar á meðal þegar bandarísk þingnefnd yfirheyrði Zuckerberg í margar klukkustundir. Þetta var vegna þess að persónuupplýsingar meira en 80 milljóna Facebook notenda komust í hendur starfsmanna fyrirtækis sem notaði upplýsingarnar meðal annars til að hafa áhrif á úrslit bandarísku forsetakosninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands