fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

Fullyrt að George Michael hafi glímt við heróínfíkn

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. desember 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar greina frá því að tónlistarmaðurinn George Michael, sem lést á jóladag, hafi glímt við eiturlyfjafíkn áður en hann lést. Heimildarmaður breska blaðsins Telegraph, sem sagður er nákominn tónlistarmanninum, segir að hann hafi notað heróín áður en hann lést.

Talið er að George Michael, sem var 53 ára, hafi látist af völdum hjartaáfalls. Þetta sagði fyrrverandi umboðsmaður hans, Michael Lippman, við breska fjölmiðla í gær.

Gary Farrow, einn þekktasti almannatengill Bretlands og góður vinur tónlistarmannsins, segir við Sun að George Michael hafi glímt við eiturlyfjafíkn um það leyti sem hann lést.

„Ég held að auðvelt aðgengi að eiturlyfjum hafi valdið honum vandræðum. Ég taldi að George væri of skynsamur til að nota ólögleg efni en um leið og fíknin nær tökum á þér er erfitt að berjast við hana,“ sagði hann.

Breska blaðið Telegraph hafði eftir heimildarmanni sínum að Michael hefði í nokkur skipti verið fluttur á bráðamóttöku vegna inntöku heróíns.

Breska blaðið Mirror greindi frá því að Michael hafi haldið stórt partý í Highgate-glæsihýsi sínu í London aðeins örfáum vikum áður en hann lést. „George hafði gaman af því að fá vini sína í heimsókn og var oft að til morguns. Þetta hélt áfram þar til hann lést.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“