fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

„Þetta eru kannski ósmekklegar hugleiðingar svona á aðventu“

Jakob Bjarnar ræðir holdafar Ólafs: Björgvin Halldórsson segir að Jakob sé á „gráu svæði“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. desember 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi status er nokkuð á gráa svæðinu Jakob minn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson í athugasemd undir Facebook-færslu blaðamannsins Jakobs Bjarnars Grétarssonar.

Í færslunni gerir hann holdafar Ólafs Arnarsonar, formanns Neytendasamtakanna, að umtalsefn og lætur að því liggja að hann sé helst til of holdugur til að gegna embætti formanns hagsmunasamtaka neytenda. Gefum Jakobi orðið:

Björgvin Halldórsson, Bó, blandar sér í umræðuna.
Á gráu svæði Björgvin Halldórsson, Bó, blandar sér í umræðuna.

Mynd: Þórhallur Jónsson

„Ég veit það ekki, þetta eru kannski ósmekklegar hugleiðingar svona á aðventu. En, Júlíus Sesar keisari er sagður, í.þ.m. af Shakespeare, fremur viljað hafa holdugt fólk í kringum sig en grannholda. Hann vantreysti þessum horuðu og sultarlegu. Þeir hugsuðu of mikið og voru þannig hættulegir. Að mati Sesars. Yfirvaldsins. Ég er að velta fyrir mér því hvort hann sé nokkuð of vel haldinn, of sællegur og kátur hann Ólafur Arnarson til að vera formaður Neytendasamtakanna?“ spyr Jakob.

Jóhannes meira sannfærandi?

Jakob bendir á að forveri Ólafs í embætti, Jóhannes Gunnarsson, hafi alltaf verið „eins og með sultardropann í nefbroddinum og þannig meira sannfærandi sem hinn hefðbundni neytandi sem á undir högg að sækja í þessu samfélagi“.

Jakob endar svo færsluna á þessum orðum:

„Ég hef það á tilfinningunni að verslunin og aðrir þeir sem vilja halda úti þessu okri segi við Ólaf, þegar hann setur fram réttmætar kröfur fyrir hönd okkar fórnarlamba á íslenskum markaði: Þarft þú nú ekki hvort sem er aðeins að fara að spara við þig rjómann?“

„Obscene“

Nokkrir hafa lagt orð í belg í athugasemdum undir færslu Jakobs. Þeirra á meðal er Erna Ýr Öldudóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, sem segir: „Það er auðvitað svolítið obscene (Í. ruddalegt; dónalegt, innsk.blm) á þessum síðustu og verstu tímum pólitískrar rétthugsunar að gera holdafar fólks að forsendu fyrir hæfi þeirra til að gegna ábyrgðarstöðum.“

Erna Ýr bætir að vísu við á öðrum stað að hún treysti engum betur en „neytendalegum manni“ til að leiða hagsmunabaráttu neytenda. „Menn sem eru ekki nógu velmegandi í útliti líta hreinlega ekki út fyrir að hafa smakkað og prófað nógu og mikið í stanslausri viðleitni sinni til að tryggja að hagsmunum neytenda sé best borgið. Ég er hæstánægð með nýjan formann Neytendasamtakanna og er jafnvel að hugsa um að gerast félagi.“

Sem fyrr segir sagði Björgvin Halldórsson að Jakob væri á gráu svæði með þessari færslu sinni og fleiri taka í svipaðan streng. Jakob svarar fyrir gagnrýnina og segist átta sig á að það sé „ákveðin hætta á að hann verði sakaður um fitufordóma“. Á öðrum stað undir færslunni, segir hann: „Jújú, þetta er vissulega grallaralegur status. Ég var nú bara að taka púlsinn. Og fórna mér í það. Menn eru sem hengdir uppá þráð á Íslandi, en það eru svo sem ekki ný sannindi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 1 viku

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?