fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Margrét vekur hörð viðbrögð: Tengir flóðbylgjuna þar sem hundruð fórust við jólin og reiðan guð – „Borgar sig ekki að storka Guði“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Sunnudaginn 23. desember 2018 21:51

Margrét Friðriksdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur birti í dag færslu í spjallhópnum Stjórnmálaspjallið á Facebook þar sem hún segir að ástæðan fyrir því að flóðbylgjan sem lenti á strönd Indónesíu í gær hafi verið vegna þess að guð sé reiður. Yfirvöld þar í landi telja að yfir 220 manns séu látnir og yfir 800 manns eru slasaðir eftir flóðbylgjuna. Skall flóðbylgjan á eftir að eldgos átti sér stað í Anak Krakatau-eldfjallinu, sem liggur mitt á milli eyjanna Súmötru og Java í Indónesíu.

Margrét segir í færslunni: „Flóðbylgja enn á ný yfir jólahátíðina (Christmas) og menn vilja halda því fram að guð sé ekki reiður eða komi þessu ekkert við?“ Fyrir neðan færslu sína birtir hún svo frétt BBC um flóðbylgjuna. Í umræðum undir færslunni sagði Margrét: „Það borgar sig ekki að storka Guði eða gera lítið úr honum ;).“

Um jólin 2004 reið afar öflug flóðbylgja yfir Indlandshaf í kjölfarið á gríðaröflugum jarðskjálfta sem reið yfir neðansjávar. Um er að ræða einar mannskæðustu náttúruhamfarir sögunnar en talið er að 230 til 280 þúsund manns hafi látið lífið. Bylgjan reið yfir á öðrum degi jóla, þann 26. desember, og er Margrét eflaust að vísa til þeirra hamfara einnig.

Færsla Margrétar olli hörðum viðbrögðum, en Margrét eyddi henni stuttu seinna. Það dugði ekki því skjáskot náðist af færslu hennar og hefur meðal annars Vantrú, félag trúleysingja byrjað að auglýsa færsluna hennar Margrétar. Við færsluna skrifar Vantrú: „Jólakveðja frá fólkinu sem þykist eiga þessa hátíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun