fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Merkisberi frjálslynds lýðræðis og hins opna samfélags – Soros valinn maður ársins hjá FT

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. desember 2018 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórblaðið Financial Times velur George Soros sem mann ársins. Það er afskaplega vel til fundið. Fáir hafa orðið skotspónn haturs- og ófrægingarherferða eins og Soros. Þeir sem leggja mesta fæð á hann er þjóðrembulið og gyðingahatarar.

Síðast tókst Viktor Orbán í Ungverjalandi að reka hinn opna háskóla, bestu háskólastofnun landsins, burt til að ná sér niður á Soros. Þar er hann núorðið notaður sem tákn um allt sem aflaga fer.

Financial Times segir um Soros:

„Hann er merkisberi frjálslynds lýðræðis og hins opna samfélags. Þetta eru hugmyndirnar sem urðu ofan á í lok kalda stríðsins. En nú er sótt að þeim úr öllum áttum, frá Rússlandi Pútíns til Bandaríkja Trumps.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu