fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Eliza forsetafrú um Guðna: „Ég fer úr landi í nokkra daga og sjáið hvað gerist“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 14. nóvember 2016 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klæðaburður Guðna Th. Jóhannessonar um helgina vakti mikla athygli. Þá tók Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður Morgunblaðsins mynd af Guðna með buff á höfði þegar hann afhjúpaði upplýsingaskilti á landi Bessastaða.

Buffið er vinsælt hjá yngri kynslóðinni en ekki voru allir á eitt sáttir að Guðni væri með þetta höfuðfat og ótal margir sem sögðu skoðun sína á því. Stóð Vísir meðal annars fyrir könnun hvort Guðni ætti að bera buffið.

Guðni kemur stuttlega inn á þetta í pistli á Facebook-síðu forsetans þar sem hann heimsótti Fríðuhús sem Alzheimer-samtökin reka í Reykjavík en buffið sem Guðni notaði er merkt samtökunum. Guðni segir:

„Ég spjallaði við fólkið á staðnum og þáði fallegar gjafir, meðal annars forláta höfuðfat, fyrirtaks buff, merkt samtökunum. Það hefur þegar komið í góðar þarfir og hvet ég alla til að leggja Alzheimer-samtökunum lið. Á þeirra vegum er unnið gott starf.“

Eiginkona Guðna, Eliza Reid var á ferðalagi erlendis og fór í viðtal hjá kanadískri sjónvarpsstöð á meðan Guðni vakti athygli fyrir buffið. Hún birti status núna í morgun og birtir mynd af Guðna með buffið og segir:

„Ég fer úr landi í nokkra daga og sjáið hvað gerist“

Innleggið er á léttu nótunum og fær Guðni mikið hrós frá erlendum vinum forsetahjónanna og segir einn þeirra frá Bandaríkjunum að hann tæki Guðna fram yfir þeirra forseta alla daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Í gær

Brotnaði niður við lærdóminn

Brotnaði niður við lærdóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina