fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Jón Viðar vill að forsetinn noti lambhúshettu og ullarvettlinga

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 14. nóvember 2016 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stærsta frétt helgarinnar, sem virðist hafa sett marga úr jafnvægi var frétt Morgunblaðsins um afhjúpun Guðna á upplýsingaskilti í landi Bessastaða. Það sem þótti fréttnæmt við þá frétt af mati fólks var höfuðfat Guðna, svokallað buff, sem Guðni bar til að vekja athygli á Alzheimer-samtökunum en buffið var merkt þeim.

Sjá einnig: „Ég fer úr landi í nokkra daga og sjáið hvað gerist“

Líkt og kom fram í frétt DV í morgun þykir buffið vinsælt hjá yngri kynslóðinni en ekki voru allir á eitt sáttir að Guðni væri með þetta höfuðfat og ótal margir sem sögðu skoðun sína á því meðal annars þekktasti gagnrýnandi Íslands, Jón Viðar Jónsson sem segir framgöngu Guðna vekja upp spurningar.

„Þetta „buff“ minnir á þann höfuðbúnað sem Guðrún Katrín heitin var með þegar hún missti hárið vegna veikinda sinna og hún bar eins og annað af smekkvísi og þokka,“ segir Jón Viðar og mælir með lambhúshettu.

„Ef forseti vor ætlar að feta nýjar slóðir í þessum efnum með viðeigandi höfuðbúnaði þegar kalt er úti, finnst mér eindregið að hann eigi að gæta þjóðlegra hefða og halda sig til dæmis við lambhúshettur sem og ullarvettlinga (ekki leðurhanska) og ullarleista.“

Jón Viðar bætir við að rússneskar loðhúfur henti vel en misskilningur gæti skapast og fólk dregið ályktun um að Guðni horfði í ákveðna átt þegar kæmi að heimspólitík. Jón Viðar segir að lokum og stóra buff-málið virðist hvergi nærri vera lokið:

„Lambhúshettan dregur heiti sitt af því að fjármenn settu hana á höfuð sér þegar þeir fóru að gefa lömbunum á garðann í kaldsamri veðráttu landsins og eru því hluti af þjóðlegum menningararfi sem við eigum að standa vörð um. Og vonandi engin pólitísk áhætta í því.“

Guðni segir svo á Facebook í dag í tilefni þess að fjáröflun er haldin á ebay til styrktar sykursjúka.

,,Einnig verður hægt að næla í eitt uppáhaldsbindið mitt, vel skreytt fílum, og skrautlegt sokkapar. Gangi þetta vel er aldrei að vita nema ég gefi Alzheimer-buffið mitt líka til að styrkja gott málefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“